laugardagur, júní 03, 2006

Laugardagur til lærdóms

Það er laugardagskvöld og mikil stemmning á Champ de Mars - hálf París er að pikk-nikkera þar í aften. Ég fór í jogg og á meðan ég brokkaði upp og niður stígana horfði ég á veisluhöldin og hugsaði um hve mikið mig langaði í kir og alls kyns óhollustu sem er hrikalegt antíklæmax að hugsa um þegar maður er að jogga og nota lungun á góðan hátt. Uss og svei bara. En svo fór ég bara heim að læra...enda ekki um annað að ræða. Við Jean Tinguely erum að kynnast betur akkúrat þessa stundina. Ekki svo slæmt. Best að vera ekkert að kvarta. Oj, pikk-nikk! Hata það!!! *hóst*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home