sunnudagur, maí 28, 2006

Þetta er of mikið

Ég veit ekki hvort nokkur heyrir í mér þarna úti lengur, en hér kemur eitthvað sem ég einfaldlega verð að reyna að hleypa út á einhvern hátt, þetta er of mikið...Það er víst staðreynd, en ég bara trúi því ekki um leið og ég svo óþægilega trúi því skyndilega, að þessi París er að verða búin. Ég hef ekki verið fullkomlega meðvituð um það, ekki fengið panikkköstin (nýtt orð!? með þrekur káum!!!) en vitað af annarra panikkköstum og vitað að þau myndu koma en verið í einhvers konar "það er svo langt þangað til ég fer" pakka og etv verið í afneitun líka, en svo þegar við vorum öll að fara af Mattanum í kvöld og ég sá Anne með tárin í augunum skall þetta á mér af þvílíkum krafti...og ég næ ekki andanum...
Ég vil ekki fara, samt vil ég fara heim því það er hresst líka, samt vil ég ekki fara, en það eru allir að fara og þetta, akkúrat þessi París er búin...and it breaks my f*****g heart.