föstudagur, desember 23, 2005


Það er alls ekki nógu sniðugt að skautasvellið sé lokað milli jóla og nýárs.

Ég læri annars á daginn og tek þátt í jólaundirbúningi og svo nýt ég lífsins seinnipartinn og á kvöldin etc.

Mig langar rosalega í jólaglögg. Ætla að finna mér það til söturs (nýtt expression) áður en ég fer næst að sofa.

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ég elska Ísland og allt sem á því er. Skil ekki afhverju ég vildi svona mikið fara héðan. Jú, kannski er ekki allt fullkomið á Fróninu, ýmis plebbagangur og skítaveður etc. Þetta gamla. En það er dásamlegt að vera komin heim. Dásamlegt.

sunnudagur, desember 18, 2005


Ég á mjög erfitt með einbeitingu núna. Fer með flugvélinni heim á morgun. Er alltaf að hugsa hvað ég eigi eftir að gera, stend upp á nokkurra mínútna fresti og geri eitthvað undirbúnings tengt. Get ómögulega haft hugann við Vélazquez (sem ég á að læra um fyri mega 4 klst. próf í jan. amma lú..) og hans sköpun.

Það er búið að setja upp risa parísahjól við Sigurbogann og við Ásís ætlum að fara og prófa það í kvöld, taka smá jólastemmningu með ristuðum hnetum og kaffi og einhverju. Í gær sá ég þessar undursamlegu skreytingar á Galerie Lafayette út um gluggann á taxa. Þetta er svo fallegt, jiminn. Maður gengur í barndóm við þessa sýn og langar að borða þetta nammihús. Eða taka það með heim og hafa sem skraut. Já, þeir kunna á lúxusinn hérna.

Welly smelly, back to work...

föstudagur, desember 16, 2005


Úrslitin í Star Academy eru í kvöld. Þvílíkt show. Ég held með Jérémy, hann er algjör sjarmör. Hann heillaði mig þegar hann grét þegar hann sá hundinn sin eftir smá aðskilnað. Ég grét smá líka. Þetta er án efa glimeraðasti þáttur sem sendur er út - enda stjörnu leit. Svo eru líka alvöru stjörnur sem koma og syngja. Núna er Mariah Carey komin og allir litlu frakkaáhorfendurnir eru að missa sig. Mariah er nú aðeins farin að færa sig yfir á fertugsaldurinn sér maður... Hún kann samt alveg að hrista allt sem hún hefur. Svo skaut hún inn einu sætu mersí í lokin. Og núna er hostinn að tala ensku. Svo þýðir hann alltaf á ensku og þá öskra allir.Kalli Lagerfeld er þarna líka. Vá. Hvað er hann að gera þarna?! Sannkallað fest.
Æ, þetta er svo skemmtilegt.

En ég er komin í einhvers konar jólafrí. Ætti frekar kallast upplestrarfrí þar sem ég verð að lesa inn á milli.

þriðjudagur, desember 13, 2005
Jólagjafirnar eru innpakkaðar og tilbúnar í flugferð. Sjónvarpið er komið í lag og við fengum nýja ryksugu í dag sem virkar stórkostlega. Allar rykmaurahallirnar sem byggðust í ryksuguleysinu farnar. Ekki slæmt.

Ég ætla svo að dansa í jólafríinu. Fór í ansi hreint hresst partý um helgina sem var mikið dansað í og ég vil meiri dans.

Það er annars mjög skemmtilegur hópur manna sem eru með atriði í metróinu þessa dagana. Þetta eru brúðuleikarar. Þeir koma inn í vagninn,skella upp tjaldi á milli stálstanganna við annan enda hans og svo veit byrjar bara rosa tónlist og þá er ýmist Pavarotti að syngja lag úr Panflautunni eða eitthvað svona rokk og ról með úlfinum og ömmunni...algjör snilld. Og allir í metróinu sem eru alla jafna með stálandlit fara að brosa og allir gefa þeim evru. Þetta er skemmtilegasta metróafþreyingin sem er í gangi núna. Betra en blessaðir mennirnir sem koma inn og þylja hátt og snjallt og skammlaust að þeir hafi ekki borðað í þrjú ár og að öll fjölskyldan þeirra sé holdsveik. Samt gefur fólk þeim líka pening. Og betra en væmni saxafónsleikarinn. Væri gaman að sjá þetta gerast í strætó á Íslandinu! Sé það rétt mátulega gerast.

laugardagur, desember 10, 2005

Online Advent Calendar

Þið verðið að skoða þetta :Þetta er sem sagt online advent calendar á síðu The National Gallery of London sem maður klikkar á og þá fær maður útskýringu á senunni. Fullkomin snilld.

Keypti gjafir í dag. Fór í Habitat á Rivoli sem er hrient út fullkomin búð...svo fallegt...

miðvikudagur, desember 07, 2005

Frídagur


Frídagur í dag, eða þannig. Labbaði um bæinn og keypti tvær jólagjafir. París skartaði sínu fegursta og Woody Allen kvikmyndatónlistin sem ég var með í eyrunum lék undir, jók á karismað. Labbaði svo alla leið yfir í Grand Palais og sá sýninguna Mélancolie sem er í gangi núna. Mjög falleg sýning og efnið er áhugavert. Ég ætla að skila umsögn um sýninguna, dunda mér við það í jólafríinu. Samt var alltof mikið af fólki á sýningunni. Líka í metróinu. Líka í búðinni. Alls staðar fólk. Friður heima.

Þessi mynd hérna var á sýningunni. Albrecht Durer, "Melancolia".

Hvað finnst ykkur annars um hið nýja útlit síðunnar? Mér fannst kominn tími til að breyta. Doppurnar eru dottnar út að mínu mati.

laugardagur, desember 03, 2005

"Arry Potter"
Ég fór á nýju Harry Potter myndina í gærkvöldi. Sem forfallin Harry-lover er þetta hin últimatíska skemmtun fyrir mig. Ég held að ég hafi verið í Hogwarts í fyrra lífi Annars minnir Sorbonne mig svolítið á Hogwarts. Fyndið að sjá svo hvernig Ron er orðinn að gelgju í anda áttunda áratugarins. Auðvitað mikil áhersla lögð á rómansinn í myndinni. Svo fannst Frakkís í salnum rosa fyndið þegar persónur í myndinni töluðu með frönskum hreim. Mér fannst það líka fyndið. Sem betur fer deila Ása og Rósa þessum æsta áhuga með mér og þær sögðu mér í gær frá sinni kenningu um hvernig mál muni leysast í síðustu bókinni, sem kemur út 7.7.07. Ég er ekki frá því að það gæti reynst rétt...

Í dag er það svo ritgerð, mögulega ryksugukaup, kjúklingaréttur og partý.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Desember


Hjálpi mér allir heilagir, það er kominn desember. Þetta er stórundarlegt. Og ég fer heim til Íslands (í jólaheimsókn) eftir 17 daga (ef við tökum daginn í dag ekki með og ekki heldur daginn sem ég ferðast).

Þangað til heldur framleiðsla mín á ritgerðum áfram, og hún eykst heldur ef eitthvað er. Núna er Bouguereau búinn og Hubert Robert kominn í stólinn. Hans skarð mun svo etv. Rembrandt fylla. Verkið sem myndin sýnir er próblemið mitt núna. Lítur afar óáhugavert út svona fyrst en er virkilega skemmtilegt. Ég er frekar hrifin af Rókókóinu (þetta kemur svona við þar að sumu leyti), þessum hedóníska og óforskammaða móral hins iðjulausa manns. Verkið er af ímynduðu ástandi La Grande Galerie du Louvre í rústum.

Nóg af háfleygleg heitum. Mig dreymdi ótrúlega undarlegan draum. Ég var stödd á ofurstóru music festivali í íslensku hrauni í framtíðinni og var með Bjrök eitthvað að dandalast, við vorum að dansa við einhverja heimsfræga tónlist og gaman. Það var öllu skemmtilegra en raunveruleikinn sem blasti við er ég vaknaði með hita og kvef. Er heima eins og veikilíus lúllason að hakka inn texta. Þetta er svo sem ágætt.

Á plus, ciao.