föstudagur, apríl 29, 2005

hún lifir

ég er lifandi þó svo enn eimi eftir af málfræðimengun í huganum. ég vona að með seinnipartinum verði ég hætt að beygja sagnir í viðtengingarhætti. soya og púrrurnar...jæja út í sól. ciao.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Ég er farin að grána - í augnabrúnunum!!!

já, ég fann eitt hvítt hár í vinstri augnabrúninni. ég held samt að þetta sé ekki merki um elli þó svo 22.aldursárið renni senn sitt skeið. Mér var sagt e-r tíma að rauðhært fólk gránaði mun seinna en aðrir. Pabbi er t.d. ekki orðinn gráhærður (ekki alveg) og hann fæddist í blábyrjun seinni heimsstyrjaldarinnar - og auk þess er hann alls ekki sköllóttur! Ég mun því vera hárprúð og fín á meðan systkini mín verða snjakahvít um kollinn seinna, en systur mínar fóru að plokka grá hár með flísatöng (úr höfðinu, ekki augnabrúnum) á þrítugsaldrinum. Ég er svei mér heppin að vera fædd rauðhærður stökkbreytingur! :)


jú, Kröniken var í gær. aumingja Palle, hann vissi það strax að Sös hefði haldið fram hjá henni með þessum viðbjóðslega apaketti úr leikhúsinu. Og Erik steig einu skrefi lengra inní eilífa geðveiki. Menn voru sammála að öll samúð með honum væru væk! Uss. Ida mætti svo alveg hætta að vera svona siðprúð alltaf, hún hlýtur að sjá að Palle er sniðinn fyrir hana. Síðasti þátturinn á er sunnudaginn og svo er bið fram til jóla hjá mér, en min lille naboskvinde Sigríður hefur samþykkt að taka þættina upp svo ég geti horft á þetta allt í einni syrpu í jólafríinu.

Mig dreymdi einmitt að ég væri komin út sem skiptinemi nema hvað að ég var ekki í París heldur í e-i eystrasaltslandsborg þar sem undarlegt hrognamál var talað sem ég skildi ekkert í. Ég kynntist nokkrum skiptinemum en var alveg á botni tilverunnar því ég var orðin svo leið á að borða fiskibollur og baked beans úr dós. Þar að auki bjó ég í e-i kommúnistablokk sem var ömurleg. Ekki sældarlegt það.

En í raunveruleikanum taka nú við 2 dagar leiðinda yfir franskri málfræði. Jiminn eini...frelsun á föstudaginn, ég vona að ég lifi svo lengi. ciao.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Lúkkí lúkk

Þetta er skárra en þetta fölnaða rugl ekki satt?! :) ég er bara sátt. staðlað að vísu en einfalt. sommerligt.

kröniken er endursýnd í kvöld og mikill spenningur! mér var sagt að eitthvað "ROSALEGT!" myndi gerast í þessum þætti...hvort er det spændende!!!

mánudagur, apríl 25, 2005

New- tímabundið þó- Lúkk

hæ. það er komið nýtt lúkk á síðuna. veit ekki hvað mér finnst um þetta kremaða lúkk en þetta er skárra en að hafa sidebarinn þarna neðst í rassgati alltaf. gafst alveg upp á að reyna að laga það. já, ég er ekki alveg að fíla þetta kremaða/gulnaða-gamla sendibréf lúkk en ég kannski breyti aftur bráðum.

föstudagur, apríl 22, 2005

Frakkland var ansi mikið í sviðsljósinu í gær. mikið af túristum sem komu niðrí búð. ég var soldið verbally feimin fyrst og þorði ekki að segja neitt á frönsku við fyrstu tvö hollin. svo kom kall m dóttur sína og þau vissu ekki hvernig ætti að biðja um frímerki á ensku svo ég neyddist til að ljóstra upp um að ég gæti tjáð mig við þau á þeirra móðurmáli og þá var fjandinn laus. hann sagði mér margt og mikið um sig og sitt frí og svo spurði hann allt um mig. helvíti hress kall. þau eru frá Nancy. svo ég var komin í svo gott stuð eftir þetta og var babblandi við alla sem komu. gat m.a.s. sagt að þetta væru 8485 krónur á frönsku án þess að hiksta!!! það lá við að þau klöppuðu fyrir mér á þessum tímapunkit, svo hrifin voru þau! ég var eins og e-ð fyrirbæri í dýragarði...og naut þess í botn! :)

svo sá ég Melinda&Melinda í bíó á mðvikud. Þetta er æðislega mynd, enda ér ég algjör Woody Allen fan. þetta er besta mynd hans um tíma finnst mér. það er alltaf gott að heyra huggulegt jazztune undir pælingum um lífið með taugastrekktum töktum og svo finna allir ástina í lokin. Það fyndansta í ferðinni var þo þegar mútta sem ég fór með í bíóið sofnaði nokkrum sinnum. ég var í fullri vinnu viðað hnippa í hana og gefa olnbogaskot þegar lágværar en staðfastar hrotur fóru að heyrast. alltof þægilegt bíó og alltof hugguleg jasstónlist fyrir suma. svo voru bara allir sem ég þekkti í bíó þetta kvöld og það gerði þetta allt enn skemmtilegra. 5 stjörnu bíóferð.

annars hef ég fengið að heyra frá tveikur manneskjum í þessari viku að þær hafi verið að dreyma mig á ofsafenginn hátt. það er eitthvað að fara að gerast fólk!

ciao for now.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Krónísk sápuópera í Köben

hæ. ég veit að ég er alltaf að hrauna eitthvað út í allar áttir hérna og ég hef ákveðið að taka mig stórkostlega á. það er alls ekki jákvætt að vera með e-a biturð og leiðindi út í lesendur sína - enda þótt það sé djók - og ég mun ekki tala frekar um útlendinga og þroskahefta. það er líka ljótt að djóka um slíkt. ussu. ég gekk þó ekki svo langt að skíta út gyðinga, enda hafa þeir þurft að þola nóg blessaðir.

allavega, elskurnar mínar, ég ætla að sjá Melinda & Melinda í kvöld og skal segja ykkur frá því geimi soon. Svo sá ég Króníkuna í gær og þar er heldur farið að bera til tíðinda. ég spái því nú hér með (notabene þá sá ég ekki "klips fra den næste episode" (ef þetta er þá danska?) og veit því EKKERT hvað gerist næst) en þetta gerist :

Erik gefur skít í dökkhærðu beygluna, skilur við hana og þýtur til Ídu til að fá hana til að giftast sér NEMA HVAÐ að auðvitað er dökkhærða ólétt, hann er ekki að spara púðrið hann Eiki Nílssen ónei, þannig að þar er einn annar lausaleikskróginn kominn á ról og AUK ÞESS þá er Ida núna farin að sjá að Palle er betri maður fyrir hana og hann er búinn að sjá að Ida er betri kona fyrir hann þannig að þau knæppes e-r staðar undir rómantísku sólarlagi á strönd og enn annar króginn kemur í heiminn og Palle og Ida giftast. Erik verður við þetta þunglyndur sem aldrei fyrr og gerir eitthvað hærðilegt við sjálfan sig, tekur geðsýkiskast og kveikir í húsi foreldra sinna, pabbinn, the old svikahrappur, brennur inni og mikil sorg ríkir.
Systu veit ég ekki alveg með. hún gæti sagt Viggo Valentín að hann eigi Margrete og þau gætu stungið af saman til Hollywood. Margrete skilja þau bara eftir hjá Palle og Idu því þau Sys og Viggo eru ekki alveg að fíla sig í foreldrahlutverkinu. Systa er að sjálfsögðu bara að nota Viggo til að verða múvístar og það mun takast hjá henni.
Sem sagt allt að gerast í Krónís. Ciao for now.

sunnudagur, apríl 17, 2005

mig langar rosa til að fara á kvikmyndahátíð. mig langar að sjá Napoleon Dynamite og svo langar mig að sjá I love Huckabla...??? hvað sem það nú hét og svo líka þarna La mala education (spænskurugl). Þokkalega.

ég er búin að þurrka af fyrir alla ævina þessa helgi. djös rugl. vinnan er að gera mig að fávita.

Segafredo er töff staður. þar er gott að borða þarna R...e-ð-man-ekki-hvað-það-heitir með bæði parma eða ólífum. mæli með því.

svo missi ég af Króníkunni útaf vinnunni en það er etv allt í lagi því ég veit hvað gerist.

ég held að fólk sem les síðuna mína kunni annað hvort ekki að skrifa eða lesa eða skilji ekki íslensku. jubb. þokkalega boring. djók. en ef svo er þá hef ég ekkert á móti þroskaheftum eða útlendingum.

laugardagur, apríl 09, 2005

tónlist er komin í líf mitt


þegar ég kom heim um nótt á föstudaginn beið mín pakki í anddyrinu frá amazon, fyrra holl tónlistarinnkaupanna miklu. ég varð fyrir eilitlum vonbrigðum, en ég er reyndar að vinna í að hlusta og læra að meta. reyndar er ég að dæma þetta eftir fyrstu hlustun sem er eiginlega fáránlegt af mér, án efa mun þetta grow on me. vonandi. ég er mjög hrifin af nýja lemon jelly disknum, sérstaklega lagi nr. 7. algjört bjútí. þeir eru góðir þeir félagar. þessi diskur er líka sérstakur þar sem hann er allur gerður úr sömplum. þetta var víst mikil vinna og tímafrek. þið sem ekki hafið gætt ykur á eyrnakonfekti þeirra skuluð endilega prófa. ég hef heyrt brot úr e-u laga þeirra undir auglýsingu í útvarpinu. man ekki hvaða í augnablikinu.

það sem olli mér hins vegar vonbrigðum var diskurinn með Lali Puna. ég sé stórkostlega eftir því að hafa ekki keypt Beautronics með Isan í staðinn. djös heimska og íhaldssama ég. LP eru alveg góðir en á þessum disk, Tridecoder, heyrast mér vera nákvæmlega sömu hljóðin og á Strange World Theory, sömu melódíurnar, sömu effectarinir. hvaða rugl er það?! ekki sátt. ef þið vijlið kaupa þennan disk er það velkomið. hann er ekki vondur, alls ekki, ég hef bara þegar heyrt þetta finnst mér. hann selst ódýrt btw.

svo var að Guero, nýi diskurinn frá Beck. Epro er frábært lag og ég keypti diskinn út af því eiginlega. heimskulegt það. mér finnst þessi diskur frekar einsleitur svona við þessa fyrstu hlustun mína. svo held ég að röddin í honum Beck mínum fari í mig svolítið. ég er svolítið viðkvæm fyrir röddum í fólki. en svona er áhættustarfsemi manns á netinu, maður verður bara að kyngja afleiðingunum. eða selja þær. ég er samt ekki alveg búin að ákveða hvort Beck sé til sölu.

4.diskurinn var Wax Poetic með Nubulu Sessions. Hann finnst mér geggjaður á köflum. Fer reydnar útí svolítið rugl er á líður, e-a djös jazzsýru. bögg. ég er bara melódíukona, hef aldrei læert á hljóðfæri og vil ekki flækja hlutina um of. Nora Jones syngur fyrsta lagið og það er einfaldlega geggjað. Man ekki nafnið núna.

að lokum, í þessari 70.þúsund orða ritræðu minni, vil ég koma að þeirri kennngu minni sem er að maður eigi ávallt að hlusta á tónlsit í fyrsta sinn í algjröu myrkri og með lokuð augun. þannig smitast hughrifin sem tónlsitin færir manni ekki af e-u sem gæti skemmt hana, s.s. ljótt íslenskt vont veður.

njótið heil fólk! ciao

föstudagur, apríl 08, 2005

hér er ég með litla bók í höndunum sem heitir "The Etiquette of Dating" og vil ég miðlæa nokkrum heilræðum. Þau tileinka ég öllum turtildúfum.
Þessi heilræði má finna í bókinni í kaflanum "Dealing with uncomfortable situations" :

1. If you or your date passes gas :

-Don´t pretend it didn´t happen, say excuse me.
-Step outside into the fresh air asuikly as possible.
-Move away from the scene.
-Make a joke about it.

2.If you´re date has body odor :

-Avoid close body contact.
-Go swimming.
-Tell your date he/she has body odor - most people would like to kvow.

Það er margt í þessu...
á brott er biturð farin

ég er hætt að vera svona bitur út í sjónvarpið.
það er annars stórmerkilegt hve mikil umferðaraukning hefur orðið á síðunni minni undanfarið.
en samt er sama gamla geimið, "no comment"attitúdið, frá lesendum míum við lýði. ég er með þá kenningu að þú, lesandi góður, sért erlendur og kunnir ekki að lesa staf í íslensku. umferðin er án efa tilkomin vegna þess að ég nefndi Tinu Turner á nafn um daginn.

en marsil finnst þetta allt ýta undir að hún taki sér sumarfrí og það snemma í ár. kannski bara bráðum. mjög bráðum. svo á marsil líka afmæli e-r tíma í þessum mánuði en ekki eru menn sammála um hvaða dag nákvæmlega. til hamingju marsí!

Svo er Elín í Paradís í Costa Rica...litla smúggan.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Reiðilestur á þriðjudegi

Ég veit að það er ekki mjög smart en ég horfi alltaf á Ewerwood á þriðjudögum. Elska Dr.Brown og alla væmnina sem upp úr honum og hinum sem búa í þessu ofurameríska krummaskuði vellur. Þetta var mjög spennandi í síðustu seríu þegar Colin var í coma og svo þegar hann dó, það var rosalegt, en núna er þetta mun stefnulausara og minna spennó. nú er spurningin aðallega hvort Dr, Brown og Nina muni loksins get it on and get a room því þau eru bara waiting to hit it off og líka hvort Amy muni hætta að vola og vera geðveik og loksins elska Ephram. Reyndar er lika möguleiki á því að Dr.Brown og nýja gellan, systir Dr. Abbott, byrji saman.

Nema hvað!!! Í kvöld þegar ég ætlaði að fara að fylgjast með vinum mínum í skógi Evers þá var bara einhver skíta handbolta útsending og þættinum mínum bara dömpað si svona!!! heimska, heimska sjónvarpsstöð (já,ég er að tala við þig Markús Örn!) sem lætur íþróttir ganga gjörsamlega yfir klassaþætti, er ekkert að fresta dagskránni eða sýna viðkomandi þátt eftir dagskrána heldur bara sleppa honum eins og ekkert væri!!! ég hef bara eitt að segja og það er að þessir handbolta lúllar mega skíttapa fyrir mér og hann þarna Markús Örn, ég lýsi fullkomnu vantrausti á hann. Fáviti.

*púff* mér líður mun betur núna eftir að hafa létt á mér. ég stend sko með mínum bæjarbúum, Dr. Brúnn er vinur minn.

svo elska ég, hrient út ELSKA nýja lagið með Destiny´s Child, Girl. Hrikalega töff lag. En svo ELSKA ég líka Kasabian þeir eru svalir og sætir. þeir eru smart. og þeir gerðu þessa tónlist heima hjá sér í tölvunni. genius. ætla einmitt að panta mér þá á amazon núna. bara verð.

jæja, út að labba með Jósefínu,ciao!

mánudagur, apríl 04, 2005

Nýtt start

ég er núna opinberlega töff gella sem notar firefox þegar hún browsar um internetið og sinnir sínum störfum þar. ég finn gífurlegan mun, fer eins og eldur um sinu. ég segi nú ekki að ég hafi afburiðarþekkingu á tölvunýjungum 21.aldarinnar en eldrefinn þekki ég og mér líkar hann vel.

ég ætlaði að tala um þetta um daginn en þegar það fór að snjóa varð það afar óviðeigandi. en í dag er ég sannfærð á ný. ég hef tekið eftir mjög mörgum breytingum í umhverfinu undanfarið og ýmsum tímamótum og svei mér ef þetta er
ekki að blása í mig lífi. 10-11 í Austurstræti er búið að stækka (var komin með leið á gömlu þ.a. þetta er himnasending) og svo er búið að stækka Kaffitár as well. Svo á að fara að byggja Lambasel f utan stofugluggann minn. Svo er hægt að fara í sólbað og fá freknur og ég er búin að skila öllum verkefnum í skólanum. Svo á að breyta Pennanum heilmikið og jafnvel loksins drita niður ienu kaffihúsi á efstu hæðina. Svo hef ég tekið eftir ýmsum nýjum vegaframkvæmdum. Ég er komin með nýtt heimili í nýrri borg. Bráðum fæ ég fullt af nýrri tónlist og fer (vonandi, 7-9-13) að vinna í nýrri vinnu í sumar. Og síðast en ekki síst er komið nýtt skyr.is sem mér finnst hrikalega gott, með vanillu og peach bragði. Allt að breytast! Nýjungar! Þetta gleður mig ósegjanlega.

Svo er mig farið að dreyma mikið af draumum sem snúast um fíkniefni sem ég skil ekki alveg. um daginn var ég heila nótt að fela risaskammt af marijúana fyrir ýmsu fólki. það var frekar lýjandi til lengdar. og svo vaknaði ég án þess að hafa reykt það í þokkabót.

jæja, þá vitið þið það. ciao.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Gamlar kellingar

ég stenst ekki mátið og verð að kjafta af mér...líkur eru á því að ég sé komin með heimili í París. Hún Rósa reddaði því (krossum fingur og 7-9-13) blessunin. Þetta er íbúð sem rúmar 2, í 15.hverfi (rétt hjá Eiffelturninum). þetta er allt farið að hljóma nokkuð raunverulega. mér er hreint ekki farið að standa á sama. ég held að þetta verði þó áfram jafn óraunverulegt þangað til ég verð farin að svelta í þessari borg í haust. þá átta ég mig á því að það sé að gerast.
alors!
ég borðaði besta mat sem ég hef smakkað i gær í exótísku matarboði hjá systur minni. þetta var marokkóskur matur með dásamlegum kryddum og hnetum og ávöxtum og grænmeti og kjúkling. í eftirrétt var svo súkkulaði frá ýmsum heimshornum, m.a. frá Rússlandi og Spáni, og svo var hnetumassi frá Tékklandi, sem mér fannst bragðast svolítið eins og blóðberg. það er annars merkilegt með þetta rússneska súkkulaði að framan á pökkunum af þessari tegund er ýmist mynd af stelpu eða strák og konan er enn lifandi og er í dag 93 ára. súkkulaðið var fyrst framleitt í kringum 1920 og er reyndar s*ítavont en það skiptir engu þegar svo sögulegt súkkulaði er um að ræða. mágur minn var í Moskvu og keypti marg skemmtilegt rússadót. allt svo ódýrt þar. og vodkinn ódýrari en vatnið víst. þeir drekka mikið vodka í strætó sagði hann mér.

eftir framandi mat með fjölskyldunni fór ég í danska veislu til Jósefínunnar í næsta húsi. Þar var H.C.Andersen afmælinu fagnað með vöfflum og fleiru. Horft var á afmælisdagskrána i Parken í sjónvarpinu. Af þessu fólki sem þarna kom fram var Tina Turner sú flottasta. Hún er 66 ára kellingin og er sprækari en margir á mínum aldri! þetta var líka skemmtilega súr samsetning, þetta "Simply the best" í mixi við litla ljóta andarungann sem varð að svani. Danir eru fínir.

Btw þá lýsi ég algjöru frati yfir þetta veður, þeas snjóinn, en mér var svo ofboðið þegar það fór að snjóa að ég er bara svona dofin og get ekki einu sinni blótað þessu. það er hins vegar kostur við snjó hversu vel hann endurskastar sólskininu. Ég sat í 20 mínútur í sólinni í dag og er komin með freknur. er glöð út af því.
ciao.