sunnudagur, febrúar 27, 2005

bonnsjúríbúrí.
ég er komin í frestunarskap. mig langar ekkert frekar í öllum heiminum en að sleppa því að gera þennan fokking fyrirlestur sem er e-ð svo ógurlega tilgangslaus og asnalegur. er að skrifa um hvernig er að vera nemi í París í þeim tilgangi að nota viðtengingarhátt rétt. skjóttu mig núna. eða frelsaðu mig Guð.

þó fann ég þess smartí mynd á netinu og hún gladdi mig eitthvað svo.
þarna verð ég í maí/júní.

laugardagur, febrúar 26, 2005

ég fór á tónleika í gær í hjarta sjávarþorpsins Reykjavíkur. þetta var frekar undarlegt allt. aðallega var undarlegt að þessi hrikalega vinsæla og heimsfræga og frábæra hljómsveit,NoJazz, fékk dræmar undirtektir. það var varla dansað (allir svo hræddir við að e-r gæti séð þá eða e-ð, e-ð smáþorpssyndróm!!!), varla klappað fyrir þeim og ekki klappað upp. þetta eru án efa leiðinlegustu tónleikar sem þeir hafa upplifað. þeir hafa horft yfir salinn og hugsað : Ísland er næstum jafnlítið og Færeyjar og etv alls ekki eins hresst!
og þetta er synd því tónlistin er mögnuð. merkileg blanda af hip-hop, jazz og þjóðlagatónlist! vá...held ég reddi mér disknum.
nenni annars ekki að vera með e-n reiðilestur hér. stundum hugsar maður bara :
æ vottever, Ísland breytist aldrei og þjóðin ekki heldur og svo er ég hvort sem er að fara héðan bráðum.
ciao.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

HÚRRA!

mér tókst að gera umsókn um résidence í París! ef ég fæ það þarf ég ekki að búa á götunni og það er afar jákvætt :)

frábís!

annars er ég hér eins og versti berklasjúklingur (er með hósta) að gera fyrirlestur um það hvernig er að vera nemi í París. trixið er að byggja setningarnar upp á ákv. hátt, nota ákv. tíðir og hætti. gríðarlegt fjör.

þó svo ég hafi verið föst inni hjá mér núna 3 daga í röð þá sé ég og finn ákaflega sterkt að það er fáránlega gott veður úti. ef það kemur haglél úr þessu verða vonbrigðin banvæn er ég hrædd um. þetta er einum of dásamlegt. enginn vindur, bara friður til að vera til. þannig á veður að vera. hery heyr!
ciao.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

ég er skítaveik. þetta gerðist skyndilega eftir kvölmat, sm ég reyndar hafði ekki neina lyst á, og ég er enn í ruglinu. gat ekki seofið nema til 4:50 í morgun. hlustaði á útvarpið í 3 klst. og uppgötvaði að öll bestu lögin eru spilu ðþegar venjulegt fólk er steinsofandi!!! tókst að gleyma horskrímslinu sem heltekur mig um stund og ímyndaði mér mig í partýi um sumar...ekki amalegt!
jæja, vildi bara nefna þetta við ykkur.
svo hefur sólarlandaferðin enn einu sinni tekið kollveltu en nú í síðasta sinn. svo lítur út fyrir að ég fari til Marokkó eftir allt og það strax í júní því við ætlum að hreiðar um okkur í Andalúsíuhéraði á Spáni (aka Costa del Sol) og ferðast til Marokkó og Sevilla meðal annars. Lifi fyrir þetta! sérstaklega þessar síðustu og verstu kvefstundir.
ciao í bili.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

hæ.
það er mjög langt síðan ég nefndi tónlist nokkuð á nafn hér á þessari vefsíðu minni. en nú í vikunni mun ég komast í feitt : fæ visa í hendurnar á ný. þetta er samt ekki svona visa af slæmu gerðinni heldur er þetta sérstaklega vinveitt, hollt, lífrænt ræktað & sykur-og gerlaust visakort sem heitir visa-plús og er í raun tékkareikningur nema hvað að það er hægt að kaupa með því á netinu. fullkomið system. þannig að ég ætla á amazon og panta langþráða tónlist. eftirfarandi tónlist er á matseðlinum mínum:


Bravery : Þeir eru að fara að gefa út disk í vor held ég. Þeir eru trylltir. Lagið "An honest mistake" gerir mig geðsjúka.

Dimitri From Paris, "Cruising Attitude" : keypti In the house síðasta vor og sá diskur er mannskemmandi. viðbjóður, hata diskó. En þessi er í anda Sacrebleu, meistarastykkis Dimitri, svo ég mun lifa hann af og jafnvel verða betri manneskja á eftir.Kid Koala, "Some of my best friends are DJ´s" : ógleymanlegur á Airvawes, lifandi geníus og allt það.Zero7, Another late night : Kominn tími á annan skammt af þessari afbragðs grúppu.Arabic groove : Eins og ég segi þá elska ég allt oriental.Þannig var nú það.
Annars fór ég í afmæli í gær, Jói átti afmæli um daginn, blessaður.Fór svo á Prikið og skemmti mér vel. Fólk með fallegt bros á vör þar. ;) Var reyndar á bíl því ég neita að borga í taxa fram að sumri. Þið eruð að lesa konu sem er að selja klósettpappír til að komast til Parísar hérna, ekki gleyma þeirri staðreynd! Að borga milljón í taxa væri því fáránleg óstögn. En ég er nú enginn leiðindapúki og eitt rauðvínsglas styrkir bara hjartað. Santé!
Ætla að fá mér banana og fara út að hlaupa.Ciao.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

smá ræða í anda hins gömlu þjóðarsálarinnar :

ég er í fyrsta lagi brjáluð yfir þessu fullkomlega ganslausa strætókerfi í borginni! er búin að missa af strætó tvisvar í vikunni af því að vagninn kemur of snemma!!! svo kemur hann stundum korteri of seint á annatíma!!! það er eitthvað að fólk!

svo er ég brjáluð yfir því hve fólkið sem er að ákveða hvernig borgin okkar á að líta út er heimskt og eiginhagsmunasamt og hreinlega blint held ég bara! smáborgarar...ég skal rökstyðja þessa fullyrðingu seinna þegar ég er ekki heima á netinu og hef nægan tíma.

svo er ég brjáluð yfir því hvað veðurfarið hér á landi er hræðilega þreytandi ; sól og haglél og rigning til skiptis endalaust! getur móðir náttúra ekki ákveðið sig for chirsts sake??!!

annars er ég hress. Jack nicholson var fallegur einu sinni, ójá.

mánudagur, febrúar 14, 2005

TÆKNI-SCHMUGGA...EÐA TÆKNIFRÆNDI!!!

Það er stutt sórfrétta á milli þessa daga. Og dfagurin í dag er líka stórfréttadagur. Mikið undur hefur átt sér stað : ich bin ein tæknimugga orðin! Já, þegar pósturin gubbaði inn ruslpóstinum í morgun leyndist þar einn lítill gullmolabæklingur. Ég ákvað að grípa tækifæri það er auglýst var í gullbæklingum og núna er ég orðin stoltur iegandi lítillar (hún er alveg miniscule!) digital myndavélar! J húrra fyrir mér!
Nú er það bara fartölva og þá er mín tilbúin græjulega séð fyrir hina miklu útlegð í París. Þá mun ég geta miðlað öllu mínu lífi þar til ykkar via the great internet.
Algjör snilld þessi tækni.
Nú munu ekki fleiri óframkallaðar einnota myndavélar bætast í safnið (er með ein 7 stykki óframkölluð ofan í skúffu, RUGL!).Nei, framtíðin er á digital formi, enda er ég hin digitalíska rödd samfélagsins, og nú með rentu! :)
ciao.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

hæ,

róleg helgi. er að spara pening og orku. hafið þið komið til Portúgal?

föstudagur, febrúar 11, 2005

KLÓSETTPAPPÍR

VILLT ÞÚ EÐA ÞÍN FJÖLSKYLDA KAUPA KLÓSETTPAPPÍR Á SJÚKU TILBOÐI???
48 RÚLLUR Á 2500 KRÓNUR!!!
HAFÐU SAMBANDI VIÐ MIG : 8201690
marsil

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

hafiði tekið eftir því hve góðar möndlur eru? rosa góðar. ég set þær í sjóðandi vatn og plokka utan af þeim hýðið því það er eitthvað skrýtin áferðin á því...ekki gott í munni.

annars ætla ég að fá fullt af pening gefins og er nú að vinna í því máli. jú, leyndarmáli því ég þori ei orð um þetta meir að yrði sökum hjátrúar fyrr en peningarnir eru sei on my account.

ég las nokkur mr blogg (síður sam-mr-systkina minna gömlu) í dag og það var mjög gaman og skrýtið/skrítið (er aldrei viss...). það eru bara allir margir úti í útlöndum, tala um að sitja úti á tröppum, um tónleika og SoHo hverfi. Absúrd finnst mér, litlu Íslandsstúlkunni. þá leit ég út um gluggann minn og sá snjóinn. mig langaði ekkert til að setjast út á tröppurnar mínar eftir þá sjón. sá heldur enga tónleika og ekkert fríkí hverfi með innflytjendum.
alors. þetta fólk er heppið og ég er vissulega öfundjúk sem græn baun (?) en ég verð að muna að fyrr en varir bætist ég í þennan hóp. í samanburði við aðra finnst mér samt mitt eina ár voða lítið.
þetta er vissulega afstætt.
ég sá eeina mögnuðustu sjón sem ég hef séð á BBC í gær : bhangra tónlistarmenn frá 9.áratugnum að rokka á indversku í silfur/nammi bréfssamfestingum. vá...
Ciao.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Hallú,

Helgi hinna miklu hátíða er liðin. Er búin að vera í boðum alla helgina, þar á meðal í glæsilegum matarboði hjá Ingridi og Jennýju. Takk fyrir mig píur, þetta var afar ljúffengt og skemmtilegt! :) Svo var bolluveisla hjá familíunni í gær og að auki skálað fyrir ömmu sem hefði orðið 93 ára. Á föstudaginn sat ég hjá henni Jósefínu hér í næsta húsi og drakk töfrate frá Japan. Mikið og dularfullt te þar á ferð, hreint seiðmagnað. (?)
En í dag er skítamánudagur og vetur á ný eftir ýmsar veðurhamfarir. Maður veit aldrei við hverju má búast er maður lítur út um gluggann á morgnana. Ef ég lifi næstu tvo mánuði af án þess að bilast þá býð ég öllum í glas og við skálum fyrir "The surviving kind og Iceland". Djöfulsins rugl að búa hérna, segi það enn og aftur! Verst að maður getur ekki bara flutt e-t og tekið alla sem maður þekkir með sér.
Búin að kvarta smá, líður mun betur núna.
Bex er farinn aftur til DK. Öfunda hann. Var einmitt að hugsa um DK í gær er ég horfði á Örnen á RÚV. Góðir þættir. Mikið talar hann fína íslensku hann Örn the detective Tom. Skyldi hann skilja eitthvað af því sem hann segir? margt í þessum þáttum. Soldið döll kannski og þessar geysilegu Íslandsmyndir eru soldið svona...veit ekki. Er þó spennt að sjá hvað gerist í framhaldinu.
Ciao allir.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Chick peas please!

Ég gerði til raun í eldamennsku áðan og mér tókst að gera ljúffengan kjúklingabaunarétt. nammi! þetta er kvöldmaturinn minn í kvöld. er afar ánægð með þetta. viss léttir því´í gær lagði ég inn erasmus umsóknina (málið ekki í mínum höndum lengur!) og núna veit ég að ég mun ekki þurfa að lifa á e-m viðbjóði í París í heilt ár heldur á skemmtilegum krydduðum réttum á la TotaBen ;) vei! ég get!!

annars er föstufagur og það er yndilsegt. veturinn kominn eftir stutt frí í Afríku, velkominn vetur! :) já, þetta er sannarlega frábært.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

þessir gaurar eru snillingar

Foreign Beggars

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Gleði og hamingja!

oh, það er frábært að vera ókeypis á netinu! bara verð að blogga í tilefni þess. enda borga ég nógu fokking há skólagjöld, búið að hækka þetta í 45 þúsund!!!! djöfuls.

annars er ég búin að eignast tvo franska vini sem ég verð að monta mig af. ég spjalla við þá á msn so far en bráðum verðum við farin að hanga saman á café og spjalla um lífið á frönsku. þeir eru auk þess GULLfallegir og brúneygðir og tala ekki íslensku sem er snilld því þá get ég talað um þá hérna í friði. ég mun halda nöfnum þeirra leyndum líka en þeir ganga undir dulnefnunum Gíraffi og Jójógóðalíf.

djöfuls snilld.

að auki er ég afar hamingjusöm því ég fékk fullt úrborgað og er svo fullkominn einstaklingur að ég lagði heilar 40 þúsund krónur til hliðar í ferðasjóð. svo lifi ég bara á m&p og engu. ef ég á nóg f kaffi þá er ég sátt.

að endingu, til að toppa allar þær þúsund jákvæðu tilfinningar sem ég ber í brjósti, er þetta veður að gera mig þokkalega hamingjusama líka. þó svo bráðum komi hríðarbylur og snjór þá ætla ég bara ekkert að hugsa um það strax. góðar stundir. ciao! :)