föstudagur, desember 31, 2004

bless 2004

bless 2004Takk fyrir gamla árið elksu fólkið mitt, takk fyrir áheyrnina og spjallið. ég er full tilhlökkunar eftir árinu 2005 því það verður mjög gott ár veit ég. ég trúi því nenfilega staðfastlega að oddatöluár séu ávallt atburðarríkari en slétt ár, þau eru einhvern veginn óstabílli en það tleég vera gott. smá aksjón. þetta segir og staðfestir stjörnuspámoggans í dag ; árið 2005 verður GENIUS. vei! :)

en hvað með árið 2004? jú jú, það var alls ekki karakterlaust, langt því frá. það var fullt af ýmsu. en helst finnst mér það einkennast af listum. tónlist, myndlit, handavinnu, listadöfn, listfræði etc. yrking andans. þetta var svona grunnvinna af ýmsu tagi. grunnvinna, já, það var þema 2004. svo tekur við 2005 og þá verður sko aldeilis farið að núra vegii og innrétta, byrjað að smíða hús.

jæja, þetta var ágætis metafóra til að slútta árinu. og svo get ég sagt ykkur að frá því að talningar hófust á heimsóknum á marsil ó byrjun Október hafa 1200 manns heimsótt hana. nokkuð got ha? mín er afar sátt! :) þið eruð yndilsegir lesendur.

ég nenni ekki að útlista fleiri áramótaheit núna, hef ekki tíma, er að fara að panta á Amazon og svona. fara út að labba. smá detox því ég borðaði mikið popp í bíó í gær. oceans 12 var ekki neitt frábær er ágæt. allavega!!! en ég vil lofa endurbótum á marsil á nýju ári. ég ætla að bæta við gestabók og e-u svona funny stöffi. kannski svona skoðanakönnunum og e-u. laga lúkkið á linkunum mínum líka. ójá!

en hafið það gott. vonandi sé ég sem flest ykkar í nótt þegar ég verð hihg in the sky, svífandi um á kampavíni! à bientôt! ;D

þriðjudagur, desember 28, 2004

best að blogga smá fyrst ég er hérna aðgerðarlaus í þessari undarlegu vinnu minni. er að passa kassann í erlendu deildinni...very slooow...leiðist svolítið. ég sem ætlaði að mála mynd í jólafríinu og á dagskrá er að prjóna legwarmers, grifflur, húfu og trefil, en í staðinn sit ég hér og tel sekúndurnar í eilífðinni. illa farið með tímann fyrir ekki nema 700 kr per klst.
usss...

en að öðru. ég sá mynd í gær. við í kvikmyndaklúbbnum sem heitir ekki neitt, nema kannski krákurnar helst, amk ekki gamlingjarnir, eins úbertöff og það nú er, við hittumst og horfðum á hinn undurfagra Robert DeNiro tvítugan í Taxi Diver. Þetta er með einsdæmum góð mynd. tónlistin er afar sérstök. Leikararnir eru auðvitað goð, m.a. gaman að sjá Jodie Foster 12 ára.
Ég velti mikið fyrir mér hverjum DeNiro líktist eiginlega, en hann minnti mig svo mikið á einhvern sem ég hef hitt. ég komst ekki að niðurstöðu í þessu máli nema þá helst að hann sé tvífari, eða bara leyndur faðir, eins gauranna í HotChip. fallegt og skemmtilegt það.

annars eru áramótaheitin farin að streyma hraðar inní hausinn á mér og ég mun gera grein fyrir þeim lista núna í ársuppgjöri. 2004...merkilegt ár, örðuvísi að öllu leyti. nóg um það seinna.
hér kemur uppkastið að nýársheitum mínum fyrir 2005 :

1. Prjóna : ég ætla að prjóna allt sem hægt er að prjóna, amk að læra það nógu vel til að geta prjónað ein í París á köldum vetrarkvöldum.

2. Hlaupa : halda bara áfram þar sem frá var horfið.

3. Hollusta : fastir liðir, gærnmeti og ávextir í magann minn! gekk vel nú í ár reyndar...þangað til allra síðast.

4. Ferðast : er þegar með 3 áfangastaði á þegar skipulagðri, fastsettri dagskrá svo þetta byrjar vel.

5. Horfa á bíómyndir : kvikmyndaklúbburinn góði heldur sem sagt áfram störfum.

6. Lesa : hef enduruppgötvað þá iðju og ég mun því leggja mottóinu mínu "lesa þegar maður er gamall"

En ég man ekki meira í bili, þó er án efa margt fleira sem ég mun heita að gera á nýja árinu. án efa. to be continued.

sunnudagur, desember 26, 2004

af því að það eru jólin :fimmtudagur, desember 23, 2004

jólin

svei mér þá, ég er að vinna. er hér föst niðrí barna(helvíti)deildinni með foreldrum og skríkjandi börnum. ég er komin í mikið jólaskap. var það ekki í gær. allt svart í gær. en allt bjart og mikil stemmning í dag, eitthvað í loftinu bara. svei mér. mér finnst þetta (warning,væmni framundan!) bara yndislegt, hvernig allir verða svona góðir í jólaskapinu sínu. allir að brosa og svona. ekki laust við létta rómantík í loftinu þar sem fótur er fyrir henni.

sussu svei, já svei mér þá!!! mín bara að skemmta sér hérna. fór reyndar yfir strikið áðan með einn pabbakúnna. hann var að borga eitthvað drasl f syni sína og var svona meðalkátur. krakkinn sagði afar einlæglega : oh, ég elska þegar jólin eru að koma! og pabbinn ranghvoldi augunum eitthvað og þá bara bunuðust þessi orð útúr mér : ekki pabba. en ég sá rosalega eftir þessu því aumingja maðurinn varð rosa glaður allt í einu yfir að borga og ég fór eitthvað að afsaka og útskýra, allt í djóki og svona, en þetta kom ekki vel út. en samt, aumingja feður þessa lands og þreyttu visakortin þeirra. en reyndar eru öll bankakort þreytt. mitt er alveg búið á því. sem betur fer er útborgun eftir nákmæmlega viku.

en gott fólk,ég held að bloggís verði ekki á dagskrá yfir jólin, amk ekki næstu daga, og því segi ég gleðileg jól og hafðið það sem best. sjáumst.

laugardagur, desember 18, 2004

sleep when you´re dead!
vei og vó, prófin eru búin og ég er nú vinnurþæl í stað þess að vera lærdómsþræll. rosa jákvæð I know, en ástæða þess er aðeins sú að ég tók að mér hérna 11 tíma vakt því ég er peningagráðug. en þetta er ekki svo slæmt og verður bráðum búið og ég hef ákveðið að hafa í heiðri gamla máltakið mitt - sleep when you´re dead! - í kvöld og fara að djamma. far niðrí bæ, fara á alls konar staði með góðu fólki og hitta fólk og dansa og svona.

hvað er annars að frétta? jú, bara allt það fína. ég er í massajólastuði því ég er uppdóðuð af jólatónlist og stemmningu hér í vinnunni. er líka úppdópuð af íbúfeni því ég er með e-n smá seiðing í hausnum - sem er bara fínt. jájá, fokk that.

en mig dreymdi geðsjúkan terrordraum í nótt. hvað annað, það eina sem mig dreymir eru martraðir og það fyndna er að mér finnst það ekkert óhuggulegt eða leiðinglet lengur, hlæ bara þegar það er verið að drepa fólk og svona, hvort sem það eru vampírur eða annað. í nótt var ég kærasta tryllts fjöldamorðingja sem hélt mér i ógnarhaldi en svo fór hann að virða mig og elska og ég naut sérstakrar verndunar hans. það var fínt.

en skál fyrir hátíðinni, gleði gleði gleði og gaudeamus igitur!

fimmtudagur, desember 16, 2004

x-mas í kvöld! ... próf á morgun

x-mas í kvöld! ...próf á morgun

fyrsta prófið er búið og þá er hitt prófið eftir. loksins finn ég þessa prófstemmningu. er búin að vera hálfsljó í þessum undarlegu jólaprófum. en núna er þetta gaman.

ég var eitthvað að tapa mér hérna í jólagjafatali síðast. núna er ég búin að kaupa jólagjafirnar mínar og er afar sátt. það er svo gaman að gefa öðrum. er mjög spennt að sjá hvort litil frændi minn verði ekki ánægður með kanínuofurkallinn sem ég gef honum, "Arthur". svona ofurtýpa sem flýrgur og er með kanínueyru. ótrúlega töff!
verst að mig langar alltaf svo mikið til að segja fólki hvað ég ætla að gefa því...verð að reyna að halda aftur af mér. zip-it!!

mig langar hryllilega til að fara á x-mas tónleikana í kvöld! spurning hversu kærulaus maður á að leyfa sér að vera...hugsa málið.

fdcclfclk dddxd ,dcf ,.d.dd

þetta síðasta (bull) skrifaði hunduirnn minn sjálfur á lyklaborðið. duglís mjalli! litla mjalla mollu lonnan mín, litla krúsí músí músí mús.

þriðjudagur, desember 14, 2004

fögur hneta fúinn kjarni

fögur hneta fúinn kjarni


maría mey er hér komin upp hjá marsil, jólaskrautið í ár held ég bara.
jólin eru að koma. ég er mikið búin að vera að hugsa um jólagjafir. sjálfri finnst mér orðið afar óþægilegt að taka upp jólagjafirnar, mér finnst svo óþægilegt að fá svona mikið í einu. allir að rífa upp eitthvað drasl og allir alveg ringlaðir : hver gaf þetta? en þetta? ji, en fallegt þetta...og þetta og þetta líka!!!

þetta var auðvitað ekki svona einu sinni þegar ég iðaði í skinninu eftir að rífa upp barbíedótið sem leyndist í pappírnum. upptjúnuð af sykri og spennu. gömlu ´goðu dagarnir, fyrir siðferðisvitundina.

en í dag finnst mér þetta gjafastúss orðið svo ópersónulegt. jólagjafir eru orðnar gjafir gjafarinnar vegna. líka verið að gefa hluti sem vantar í heimilið og svona MEGA gjafir sem kosta milljón. fyrir mitt leyti yrði ég hamingjusamari með litla gjöf á fimmkall sem hefði eitthvað á bak við sig. þannig finnst mér að þetta eigi að vera. og auðvitað er þetta þannig hjá mörgum - en ekki næstum því öllum. þessi hlutasýki fer ótrúlega í mig. fólk heldur að hlutir geri það hamingjusamt og allt snýst um að kaupa þetta og hitt, líta fullkomlega út og bla bla bla. en skiptir ekki meira máli að VERA einhver, að hafa eitthvað að SEGJA? maður spyr sig.
hér á vel við orðtakið " fögur hneta fúinn kjarni" ! (má einnig hafa um sæta gæja sem eru hálfvitar)

mitt álit.ciao.

laugardagur, desember 11, 2004

laugardagur, laugardagur, ó laugardagur!

ég hata núðlur! sértaklega svona vondar núðlur frá einhverju tékkneksu merki sem var framleitt f. tíu árum amk. bjakkís!
og ég er annars eiginlega bara búin að borða piparkökur. heimska ég fór í bæinn til að versla en gleymdi debbanum heima. gat því hvorki fengið mér gott kaffi né eðlilegan mat heldur bara þessar skíta (örugglega eitruðu) núðlur. og aðvitað pipís sem fljóta hér í eymó. er að vinna sem sagt.

allavega! ég verð að lýsa einskærri vellíðan minni með að vera ekki í djammsessioni Rvk. lengur (eða í bili eða um þessar mundir). ég er alveg hrikalega frísk og untoxic. jú, ég þjáist enn af toxication fælni, toxicophobia (?) er bara heima að prjóna og svona. læra líka. er hætt að hata málfræði, finnst hún nokkuð hressandi bara! ójá, ég er geðveik, það er rétt.
þó eru ekki öll spræklegheit úr mér því ég hlakk massa mikið til að skemmta mér next helgi. svona hátíðarskemmtun. fiðringur í manni.

að lokum vil ég í þessari laugardagshugvekju minni segja ykkur að mig dreymdi svo rosalegan draum að hann hlýtur að vera þrunginn táknum um framtíð mína og örlög. var að svamla í tæru vatni, frekar grunnu, á heimstkautasvæðinu og það var hvítur sandur í botninum, mjög fallegt, og svo voru aðeins utar ógurlegar öldur sem ég hræddist. enda mjög hrædd við sjóinn. gleymi aldrei hve hrædd ég var á hjólabátnum með kriMar útá Krít...ó jesus. miðjarðarhafið er svo spúkí því það er svo tært. umhum...nefnilega.

fimmtudagur, desember 09, 2004

fokkedí fokk!!!!!!!!!

var búin að skrifa lengstu færslu í heimi en hún datt út!

verð að hætta í tölvunni strax áður en ég dey úr pirringi yfir þessu.

skirfa seinna.

krónís

Kallinn í Krónunni

Hverfisbúðin mín heitir Krónan og ég er með æði fyrir mandarínum þessa dagana svo eitt af því sem ég geri þegar ég ætti að vera að læra er að fara í Krónís og kaupís mandís. Compris? Alors. Það er alveg óhuggulega hress gaur að vinna þarna og í gær fór hann að tala um að ég væri nú allltaf svo brosandi og svo um að ég væri fædd 83 en hann væri einmitt bara 2 árum eldir og að hann væri mjög hissa á aldri mínum, hann efði sko haldiðað ég væri eldri. á þessu varð ég hissa því ég er alltaf í Ísafoldarfötunum )akak heimadruslum og eins og skítur...djók, ég er aldrei eins og skítur...djók aftur...samt...Og þetta var eiginlega frekar óþægilegt. hann talar alltof mikið þegar hann afgreiðir mann og hann er ekki nógu fyndinn til að maður nenni að standa í þessu hvern dag. ég brást fáránlega við svo í dag þegar ég fór að kaupa fleiri mandarínur. sá að hann var á kassanum og ég nennti ekki að standa í ruglinu með honum svo ég skoðaði alls konar drasl í búðinni þangað til ég sá að han ætlaði að vera á kassanum foreer. þegar ég kom að afgreiðslukassanum var hann að áreita konu sem var á undan mér. hann kommentaði á rauða eyrnabandið mitt og svo sagði hann eitthvað sem ég náði ekki en ég djókaði á móti og hló og hann er svo einmanna að hann sleppur manni ekki. maður kemst ekki út fyrir þessu "farðu vel með þig", "sjáumst", "bless og velkominn aftur" og öllu því.
hann er fínn en þetta er OF.skiljiði hvað ég meina? þetta á að vera hugsunarlaust að fara útí búð, ekki einhver stand-up keppni.
er ég svona bæld eða skiljiði mig? þið verðiði að fara í Krónuna Jafnaseli til að skilja hversu rosalega OF þessi gaur er.

guð, ég er búin að tala allt of mikið um þennan Krónugaur. ef ég skrifa meira nennier enginn að lesa þetta svo ég er farin að lesa málfræði. (aka skjóta mig)

þriðjudagur, desember 07, 2004

fortíðarbrot n°1

fortíðarbrot n°1


ég ætla að vera frumleg í dag og tala um fortíðina. tók allt í einu eftir því að ég er svolítið föst í núinu hér á þessu bloggdæmi mínu. enda er það svo skemmtilegt og margt að gerast alltaf, í núinu þ.e. sama gildir um framtíðina, mikið fjör þar.

en af því að það eru að koma jól (þó svo maður gleymi því af og til þegar það rignir eins og það sé mars!) þá er hugurinn á reiki. ég sá líka mynd af mér um daginn sem var ...vó...5 ára!!!og það var mjög skrítið. ég var með stutt hár. ég gleymi því stundum að ég var drengjakollur í tvö ár. ég klippti mitt fagra, síða fax af rétt áður en ég byrjaði í MR og var með afar ljótt hár sem bánsaðist svona upp einhvernveginn. það voru mikil mistök og ég sé eftir því í dag.
en eins og ég minnist á hér að ofan í tónlistarkassanum þá vann ég einu sinni í jólatréssölu Landgræðslunnar sem nú hefur verið jöfnuð við jörðu og búið að steypa yfir þessi suðurhliðalúxusíbúðahús við sjóinn og kirkjugarðinn. verandi skógræktarmannsbarn þá hef ég ansi langa sögu í skóræktarvinnubransanum og ég vann sem sagt við að "búnta" greinar þrjú jól, þegar ég var í 9. og 10. bekk og svo á fyrsta árinu í MR. þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið. við vorum nokkrar stelpur saman í þessu, vorum baka til að búnta og kveikja í greinum þess á milli og við hlustuðum alltaf á x-ið á meðan. svo voru einhverjir töff gæjar þarna að selja jólatrén og við vorum að teggast í þeim líka. maður ilmaði af grenilykt öll jólin. *dreym* ég man líka að þetta var á anorexíutímanum mínum og ég var stanslaust svöng. borðaði eina jógúrt á dag eða eitthvað álíka. gömlu dagarnir.
ég hef ekki hugsað um þetta lengi. en núna verða þetta þriðju jólin mín í Pennanum og ekki er laut viðað ég sé pínu leið á því. ég finn að núna er kominn tími til að breyta til og annað hvort fara aftur í kaffihúsabisnessinn eða aftur í gróðurinn. ætla að sækja um að vinna í Garðheimum næsta sumar og etv fá mér café vinnu sem auka. eða njóta þess að vera í fríi áður en ég rejser til Paris.

þannig var nú sú sagan. ég er með rosalega nostalgíutilfinningu núna í maganum.ætla að fara að strauja gardínur.

PS: ég fann þetta á netinu :þetta er eiginhandaráritun jake gyllenhaal. ;) see you people!

mánudagur, desember 06, 2004

Notabene!

Notabene!


ó jesus,það er mánudagur og ég hata enn þá málræði. hélt að ég þyrfti etv bara smá break en ég hata enn þá málfræði. kannski ég sleppi því bara að gera verkefnið...?sáum til.

en ég hef gert stórkostlega uppgötvun. ég ætla að fara í dag í svona myndakassa og láta taka passamynd af mér, svo fer ég með hana í bankann og þeir setja hana á nýja visa-plús-isic kortið mitt og þá get ég verslað á amazon!!! vei!
ég hef þegar ákveðið hvað ég mun kaupa. búin að vera að skoða svona soldið, satm ekki mjög vel, enda er hætta á að þá yrði listinn lengri en launaseðillinn. en það sem er stórkostlegt er að dollarinn er 66 kr svo það borgar sig að versla á amazon.com frekar en .co.uk þó svo sendingarkostnaður sé meiri.
þetta er það sem ég ætla að fá mér:

1) zero7 - Another late night
2)The Nina Simone collection (fjórfaldur bjútífúl diskur)
3)Kid koala - Some of my friends are dj´s
4)Noa noa (dagbók Gauguin frá Tahiti)
5)Paul Signac (bók um eftirlætis modernist málarann minn, myndin uppi er e hann)

guð, hlakka til. eins gott að ljúka þessu góða tónlistarári með einni góðri sprengju. og þar af eru tvær bækur. sjáum hvort Tóta geti ekki enn lesið...amk skoðað myndirnar.

annars er ég komin með fyrsta áramótaheitið f 2005 : Enginn sykur.
Og ég var jafnvel að spá í að gera það að slagorði ársins 2005 : "Sykurlaust 2005"
Þetta er eitthvað sem er ógerlegt, ég veit, en er ekki sagt að maður eigi að stefna á 10una alltaf? þetta væri skemmtileg áskorun. ég hætti nú algjörlega að borða nammi í heilar 2 vikur í ár, þannig að ef ég held út 50 vikur í viðbót þá er þetta komið. mér er líka sagt að í France sé minni sykurmenning en hér. enda er ísland öruggleg mjög ofarlega á sykurneyslu heimslistanum.

Allaveg! nóg um rugl.farin að drepa mig á málfræði.bless.

laugardagur, desember 04, 2004

bull um mest lítið

bull um mest lítið

aumingja fólkið á Eldsmiðjunni. það var alveg sjúkt að gera og allt í fokki hjá þeim. einn dónalegur maður gekk út af því að pizzan hans var ekki til á réttum tíma og áður en hann skellti hurðinni sagði hann afgreiðlsufólkinu að það mætti troða pizzunni þangað sem sólin ekki sæist, þeas í rassgatið á sér. ussu suss...svona segir maður ekki. hvað ætli hann segi við aumingja konuna sína, sem hann btw ber örugglega 7 kvöld vikunnar?

en pizzan var góð.

en as we "speak" er Þorsteinn Joð að taka myndir hérna í erlendu deilidinni. best að taka hárið úr piparjónkuhnútnum og sveifla því gyðjulega og brosa auðvitað. ;)

föstudagur, desember 03, 2004

mín kreista sál

mín kreista sál


Hún er alveg uppurin í mér sálin. Það er búið að kreista úr henni alla sniðugu frasana sem hún á til. Ég er búin að skrifa tvö megaverkefni í tölvunni á skömmum tíma. Skemmri tíma en þeim skammt tíma sem ég ætlaði mér því ég er búin að vera að slóra endalaust við þetta. En ég er skorpukona, virka eins og tannkremstúpa með mjög litlu tannkremi í ; það þarf að kreist aog skrapa mjög mikið en svo gúffast allt tannkremið útí einu allt undir lokin. Þetta átti að vera metafóra og þá er tannkremið viskan sem ég þarf að kreista út til að skila kennurum mínum.

Reyndar á ég eitt helvískt málfærðiverkefni eftir. *gna*

En hvað með það, ég þarf að hitta fólk og fara út úr húsi og það geri ég í kvöld. Fer á Eldsmiðjuna og fæ mér pizzu í góðra vina hópi. Annað kvöld held ég svo að ég verði að fara aðeins út og sjá fólk líka. Og fá mér einn bjór eða svo.

Alors. Annars eru jólagjafirnar mínar allar planaðar. Fínar og jafnframt lowbudget gjafir í ár sem er bara fullkomið. Er að deyja mig langar svo að segja fólki hvað ég ætla að gefa því en það er bannað. Mjög erfittt.
Góða helgi gott fólk. Bæjó.

fimmtudagur, desember 02, 2004

minn eigin sjúkleiki

minn eigin sjúkleiki


Jesús bobbí. fékk alveg hirkalegt pirringskast í gær. var svo fullkomlega pirruð en vissi ekkert afhverju. mjög óþægilegt. ég fór því bara að sofa, nennti ekki að vera svona. ég er handviss um að þarna var einhverskonar hormónastarfsemi á ferð, mjög sterk og öflug. held jafnvel að ég finni smá leifar bubblandi innra með mér en ég ætla að gleyma öllu sem heitir pirringur til að halda þessu niðri.
annars gæti verið að smá stress sé að spila hér inní, er að vinna að þessu heimaprói en í gær gerði ég ekkert af viti! var því uppfull samviskubits í gærkvöldi en hélt áfram í ruglinu. No good.

End of sjálfssálgreiningu.

Það er gaman að eiga pening. Þá getur maður m.a. farið í bíó og það ætla ég einmitt að gera á laud. kl 22. Þessa dagana eru nefnilega Film Noir dagar í Háskólabíói, svona franskar (hvað annað?) krimmamyndir eða glæpamyndir. Ég held að ein myndin sé mjög skemmtileg og ég ætla að sjá hana. Það er lika 2 fyrir 1 þannig að allir í bíó.