fimmtudagur, desember 16, 2004

x-mas í kvöld! ... próf á morgun

x-mas í kvöld! ...próf á morgun

fyrsta prófið er búið og þá er hitt prófið eftir. loksins finn ég þessa prófstemmningu. er búin að vera hálfsljó í þessum undarlegu jólaprófum. en núna er þetta gaman.

ég var eitthvað að tapa mér hérna í jólagjafatali síðast. núna er ég búin að kaupa jólagjafirnar mínar og er afar sátt. það er svo gaman að gefa öðrum. er mjög spennt að sjá hvort litil frændi minn verði ekki ánægður með kanínuofurkallinn sem ég gef honum, "Arthur". svona ofurtýpa sem flýrgur og er með kanínueyru. ótrúlega töff!
verst að mig langar alltaf svo mikið til að segja fólki hvað ég ætla að gefa því...verð að reyna að halda aftur af mér. zip-it!!

mig langar hryllilega til að fara á x-mas tónleikana í kvöld! spurning hversu kærulaus maður á að leyfa sér að vera...hugsa málið.

fdcclfclk dddxd ,dcf ,.d.dd

þetta síðasta (bull) skrifaði hunduirnn minn sjálfur á lyklaborðið. duglís mjalli! litla mjalla mollu lonnan mín, litla krúsí músí músí mús.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home