laugardagur, desember 18, 2004

sleep when you´re dead!
vei og vó, prófin eru búin og ég er nú vinnurþæl í stað þess að vera lærdómsþræll. rosa jákvæð I know, en ástæða þess er aðeins sú að ég tók að mér hérna 11 tíma vakt því ég er peningagráðug. en þetta er ekki svo slæmt og verður bráðum búið og ég hef ákveðið að hafa í heiðri gamla máltakið mitt - sleep when you´re dead! - í kvöld og fara að djamma. far niðrí bæ, fara á alls konar staði með góðu fólki og hitta fólk og dansa og svona.

hvað er annars að frétta? jú, bara allt það fína. ég er í massajólastuði því ég er uppdóðuð af jólatónlist og stemmningu hér í vinnunni. er líka úppdópuð af íbúfeni því ég er með e-n smá seiðing í hausnum - sem er bara fínt. jájá, fokk that.

en mig dreymdi geðsjúkan terrordraum í nótt. hvað annað, það eina sem mig dreymir eru martraðir og það fyndna er að mér finnst það ekkert óhuggulegt eða leiðinglet lengur, hlæ bara þegar það er verið að drepa fólk og svona, hvort sem það eru vampírur eða annað. í nótt var ég kærasta tryllts fjöldamorðingja sem hélt mér i ógnarhaldi en svo fór hann að virða mig og elska og ég naut sérstakrar verndunar hans. það var fínt.

en skál fyrir hátíðinni, gleði gleði gleði og gaudeamus igitur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home