mánudagur, desember 06, 2004

Notabene!

Notabene!


ó jesus,það er mánudagur og ég hata enn þá málræði. hélt að ég þyrfti etv bara smá break en ég hata enn þá málfræði. kannski ég sleppi því bara að gera verkefnið...?sáum til.

en ég hef gert stórkostlega uppgötvun. ég ætla að fara í dag í svona myndakassa og láta taka passamynd af mér, svo fer ég með hana í bankann og þeir setja hana á nýja visa-plús-isic kortið mitt og þá get ég verslað á amazon!!! vei!
ég hef þegar ákveðið hvað ég mun kaupa. búin að vera að skoða svona soldið, satm ekki mjög vel, enda er hætta á að þá yrði listinn lengri en launaseðillinn. en það sem er stórkostlegt er að dollarinn er 66 kr svo það borgar sig að versla á amazon.com frekar en .co.uk þó svo sendingarkostnaður sé meiri.
þetta er það sem ég ætla að fá mér:

1) zero7 - Another late night
2)The Nina Simone collection (fjórfaldur bjútífúl diskur)
3)Kid koala - Some of my friends are dj´s
4)Noa noa (dagbók Gauguin frá Tahiti)
5)Paul Signac (bók um eftirlætis modernist málarann minn, myndin uppi er e hann)

guð, hlakka til. eins gott að ljúka þessu góða tónlistarári með einni góðri sprengju. og þar af eru tvær bækur. sjáum hvort Tóta geti ekki enn lesið...amk skoðað myndirnar.

annars er ég komin með fyrsta áramótaheitið f 2005 : Enginn sykur.
Og ég var jafnvel að spá í að gera það að slagorði ársins 2005 : "Sykurlaust 2005"
Þetta er eitthvað sem er ógerlegt, ég veit, en er ekki sagt að maður eigi að stefna á 10una alltaf? þetta væri skemmtileg áskorun. ég hætti nú algjörlega að borða nammi í heilar 2 vikur í ár, þannig að ef ég held út 50 vikur í viðbót þá er þetta komið. mér er líka sagt að í France sé minni sykurmenning en hér. enda er ísland öruggleg mjög ofarlega á sykurneyslu heimslistanum.

Allaveg! nóg um rugl.farin að drepa mig á málfræði.bless.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home