laugardagur, desember 11, 2004

laugardagur, laugardagur, ó laugardagur!

ég hata núðlur! sértaklega svona vondar núðlur frá einhverju tékkneksu merki sem var framleitt f. tíu árum amk. bjakkís!
og ég er annars eiginlega bara búin að borða piparkökur. heimska ég fór í bæinn til að versla en gleymdi debbanum heima. gat því hvorki fengið mér gott kaffi né eðlilegan mat heldur bara þessar skíta (örugglega eitruðu) núðlur. og aðvitað pipís sem fljóta hér í eymó. er að vinna sem sagt.

allavega! ég verð að lýsa einskærri vellíðan minni með að vera ekki í djammsessioni Rvk. lengur (eða í bili eða um þessar mundir). ég er alveg hrikalega frísk og untoxic. jú, ég þjáist enn af toxication fælni, toxicophobia (?) er bara heima að prjóna og svona. læra líka. er hætt að hata málfræði, finnst hún nokkuð hressandi bara! ójá, ég er geðveik, það er rétt.
þó eru ekki öll spræklegheit úr mér því ég hlakk massa mikið til að skemmta mér next helgi. svona hátíðarskemmtun. fiðringur í manni.

að lokum vil ég í þessari laugardagshugvekju minni segja ykkur að mig dreymdi svo rosalegan draum að hann hlýtur að vera þrunginn táknum um framtíð mína og örlög. var að svamla í tæru vatni, frekar grunnu, á heimstkautasvæðinu og það var hvítur sandur í botninum, mjög fallegt, og svo voru aðeins utar ógurlegar öldur sem ég hræddist. enda mjög hrædd við sjóinn. gleymi aldrei hve hrædd ég var á hjólabátnum með kriMar útá Krít...ó jesus. miðjarðarhafið er svo spúkí því það er svo tært. umhum...nefnilega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home