þriðjudagur, desember 14, 2004

fögur hneta fúinn kjarni

fögur hneta fúinn kjarni


maría mey er hér komin upp hjá marsil, jólaskrautið í ár held ég bara.
jólin eru að koma. ég er mikið búin að vera að hugsa um jólagjafir. sjálfri finnst mér orðið afar óþægilegt að taka upp jólagjafirnar, mér finnst svo óþægilegt að fá svona mikið í einu. allir að rífa upp eitthvað drasl og allir alveg ringlaðir : hver gaf þetta? en þetta? ji, en fallegt þetta...og þetta og þetta líka!!!

þetta var auðvitað ekki svona einu sinni þegar ég iðaði í skinninu eftir að rífa upp barbíedótið sem leyndist í pappírnum. upptjúnuð af sykri og spennu. gömlu ´goðu dagarnir, fyrir siðferðisvitundina.

en í dag finnst mér þetta gjafastúss orðið svo ópersónulegt. jólagjafir eru orðnar gjafir gjafarinnar vegna. líka verið að gefa hluti sem vantar í heimilið og svona MEGA gjafir sem kosta milljón. fyrir mitt leyti yrði ég hamingjusamari með litla gjöf á fimmkall sem hefði eitthvað á bak við sig. þannig finnst mér að þetta eigi að vera. og auðvitað er þetta þannig hjá mörgum - en ekki næstum því öllum. þessi hlutasýki fer ótrúlega í mig. fólk heldur að hlutir geri það hamingjusamt og allt snýst um að kaupa þetta og hitt, líta fullkomlega út og bla bla bla. en skiptir ekki meira máli að VERA einhver, að hafa eitthvað að SEGJA? maður spyr sig.
hér á vel við orðtakið " fögur hneta fúinn kjarni" ! (má einnig hafa um sæta gæja sem eru hálfvitar)

mitt álit.ciao.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home