þriðjudagur, desember 28, 2004

best að blogga smá fyrst ég er hérna aðgerðarlaus í þessari undarlegu vinnu minni. er að passa kassann í erlendu deildinni...very slooow...leiðist svolítið. ég sem ætlaði að mála mynd í jólafríinu og á dagskrá er að prjóna legwarmers, grifflur, húfu og trefil, en í staðinn sit ég hér og tel sekúndurnar í eilífðinni. illa farið með tímann fyrir ekki nema 700 kr per klst.
usss...

en að öðru. ég sá mynd í gær. við í kvikmyndaklúbbnum sem heitir ekki neitt, nema kannski krákurnar helst, amk ekki gamlingjarnir, eins úbertöff og það nú er, við hittumst og horfðum á hinn undurfagra Robert DeNiro tvítugan í Taxi Diver. Þetta er með einsdæmum góð mynd. tónlistin er afar sérstök. Leikararnir eru auðvitað goð, m.a. gaman að sjá Jodie Foster 12 ára.
Ég velti mikið fyrir mér hverjum DeNiro líktist eiginlega, en hann minnti mig svo mikið á einhvern sem ég hef hitt. ég komst ekki að niðurstöðu í þessu máli nema þá helst að hann sé tvífari, eða bara leyndur faðir, eins gauranna í HotChip. fallegt og skemmtilegt það.

annars eru áramótaheitin farin að streyma hraðar inní hausinn á mér og ég mun gera grein fyrir þeim lista núna í ársuppgjöri. 2004...merkilegt ár, örðuvísi að öllu leyti. nóg um það seinna.
hér kemur uppkastið að nýársheitum mínum fyrir 2005 :

1. Prjóna : ég ætla að prjóna allt sem hægt er að prjóna, amk að læra það nógu vel til að geta prjónað ein í París á köldum vetrarkvöldum.

2. Hlaupa : halda bara áfram þar sem frá var horfið.

3. Hollusta : fastir liðir, gærnmeti og ávextir í magann minn! gekk vel nú í ár reyndar...þangað til allra síðast.

4. Ferðast : er þegar með 3 áfangastaði á þegar skipulagðri, fastsettri dagskrá svo þetta byrjar vel.

5. Horfa á bíómyndir : kvikmyndaklúbburinn góði heldur sem sagt áfram störfum.

6. Lesa : hef enduruppgötvað þá iðju og ég mun því leggja mottóinu mínu "lesa þegar maður er gamall"

En ég man ekki meira í bili, þó er án efa margt fleira sem ég mun heita að gera á nýja árinu. án efa. to be continued.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home