laugardagur, október 30, 2004

djammi-dú

það hvíslaði því að mér lítill fugl (oh, hvað ég er nú rómantísk) að það eina sem margir vildu lesa á bloggi væru djammsögur. er það svo? úff, mér finnast þær hundleiðinlegar. en hér kemur þó svona ein frekar slöpp djammsaga af mér á eftir.

einhver geðveiki hefur heltekið mig því ég tók að mér tólf tíma vakt hér í ritföngum..jesús minn eini...ætlaði mér aldeilis að græða monní í einum grænum. maður borgar fyrir peninga með leiðindum. jájá.

ég fór samt út að skemmta mér í gær. gallían fór í vísó í orkuveituna. þar var svo rösklega veitt 8meaning alltaf fyllt í hálffull glös, mjög gott rósavín) í glösin að um hálfsjö var ég orðin svona flissandi og fannst húsið svífa. töff hús btw, finnst það virkilega flott. burt séð frá því að það kostar 3 milljarða og ég og þú lesandi góður borgum. ójá. þannig að ég skemmti mér vel í húsi spillingarinnar og fór svo í partý með frönskusystrunum. sumar komust ekki úr partýinu niðrí bæ og aðrar komust rétt svo niðrí bæ og svo heim. svona er að fylla of fljótt í glösin. um tólf leytið var ég orðin útúr þreytt (ekki útúr full) og fór heim. mjög sérstakt að byrja svona snemma og vera í brjáluðu partýi þegar klukkan er bara átta. en það var engu að síður gaman, brjálað gaman! og ég var svona líka hress í morgun. þetta ætti eiginlega alltaf að vera svona, að allt byrji fyrr og endi fyrr svo dagurinn eftir rústist ekki.

en í kvöld ætla ég að vera í notalegheitum með vinkonunum mínum litlu. fá mér kaffi og svona. ciao!

miðvikudagur, október 27, 2004

rúllandi túrtappi


fór í strætó í gær. það var versta strætóferð sem ég hef upplifað. það var eftirmiðdagur og "fuglinn" eins og ég kalla hann, því hann er með pínulítinn haus og pínulítinn búk og er eins og fulg í framan, var að keyra. ég ætlaði í mesta sakleysi mínu að laga á mér hárið og var að gramsa í draslinu mínu eftir spennu þegar fíflið, þ.e. "the bird", snarhemlar á miðri Seljabrautinni svo ég missi góðan slatta af dótinu mínu í kjöltuna - allt nema einn lítinn hvítan og bleikan túrtappa sem dettur á gólfið. þá tekur fuglandskotinn jafn harkalega af stað aftur og hann hemlaði svo ég er næstum búin að missa fleira drasl og sjálfa mig á gólfið. af einhverjum og ýmsum ástæðum ákveð ég að fara ekki í áhættusama ferð um strætóinn til að taka upp túrtappann heldur þykist bara vera bæði blind og fattlaus, set dótið mitt allt í töskuna, tek upp heyrnartólin og skrúfa tónlistina í botn, stari út um gluggann og reyni að deyja ekki innra með mér úr skömm þeirri sem heltók mig. ég sit sem sagt sem dæmd í strætó alla leið niðrí bæ með allan strætó gónandi á mig og alltaf þegar ég leit svona útundan mér á gólið sá ég túrtappann minn sem rúllaði um gólfið gjörsamlega stjórnlaus og mér varð svona óglatt af vanlíðan. það er í sjálfu sér frekar asnalegt en túrtappar eru bara eitthvað svo private hlutir og eitthvað sem hvorki þú né aðrir vilja vera mikið að flagga og spá í saman. að minnsta kosti ekki þú og allt vangefna fólkið sem tekur strætó með þér.

þegar ég komst loks niður á Lækjartorg stökk ég út fremst og strunsaði upp bankastrætið án þess að líta um öxl. skildi fjandans túrtappann bara eftir. en nú er ég ekki lengur andlit sem fellur í fjöldann í hundarðogellefunni heldur er ég "stelpan sem er á túr".
allir eru vinir í skóginum, líka þeir sem eru á túr. túr túr túr. elska það og elska túrtappa. svo mikið að ég kasta þeim út um allt. verði ykkur að góðu.

mánudagur, október 25, 2004

snillingar
þessir eru einum of æðislegir og ég elska þá í tætlur. þessar myndir sýna afleiðingar giggsins á föstudaginn...fallegt ;D
kossís
...dáist að þessu
happy thoughts

jiminn, ég er enn þá alveg hátt, hátt uppi eftir þessa þriggja daga dásamlegu hátíð!!! ég skemmti mér svo ólýsanlega vel á airwaves. Er reyndar í detoxi núna, ansi mikið af hvítvíni, bjór, smókís og nammís (systir mín hélt útskriftarveislu), kominn mánudagur og þá er það bara helathy shit fram að jólum...í bili er það amk málið. best fannst mér föstudagskvöldið. við Erlos fórum á NASA og héldum okkur þar. fyrstir á svið voru Dáðadrengir, þeir snillingar. Opnuðu með "barasmá" sem var einum of kúl. tékkið á því hér svo kom meira : Skytturnar, Forgotten Lores, Kid Koala og Hot Chip. Hið síðastnefnda er eitt það flottasta sem ég hef heyrt. líka Kid reyndar!!! Einum of gaman. Laugardagurinn var með ólíku sniði. Fórum í Hafnarhúsið og Leaves byrjuðu en þeir nutu sín engan veginn því hljóðmaðurinn hefur verið dauður útí horni...bassinn var lifandi innan í manni og söngurinn alveg kæfður. þeir voru óþekkjanlegir bara. en Maus voru góðir. verst að íslendingar eru alltof upteknir við að vera kúl til að dansa. ég læt slíkt ekki á mig fá og dansaði af innlifun - enda ekki annað hægt. ótrúlega gaman! sá smá af keane en ég á diskinn og Quarashi var að byrja svo við stukkum á NASA. Quarashi voru mjög kraftmiklir og góðir. sá líka hermigervil á Kapital og hann er án efa Kid Koala okkar íslendinga! ótrúlegur. gus gus voru síðust á svið á NASA en ég var bara búin að fá skammtinn by then og orðin vel södd. varð því hálfóglatt eftir fyrstu tvö lögin og fór heim.

þetta var besta tónleikasession sem ég hef upplifað, held ég verði að koma til landsins sérstaklega næsta ár til að upplifa þetta aftur. fokk París þegar ariwaves er í Reykjavík! ;D

En lesaandi góður, varst þú á airwaves annars? hvernig var?

gotta go now, over & out!

föstudagur, október 22, 2004

íslenskt haglél? - nei takk, ég er alveg södd
Fór á airwaves í gær,eins konar prufukvöld. Við Kögurselscrewið og Stína, fyrrum Seljahverfispía, borðuðum saman pasta hjá Smerli sem bauð okkur í mat. Drukkum nokkur rauðvínsglös með því. Hittum Jemima the Tounge, aka Jennýju, á Prikinu. Þóttumst vera bókmenntafræðinemar. Var ekki sein að ljúga því að við værum nýnemar þegar einn bókalúllinn spurði okkur hvort við værum ekki örugglega í bókm.fr. þetta væri sko svona einkadæmi. Ég laug eins og mér væri borgað fyrir það enda búin að fá leið á því að láta henda mér út af þessum blessaða stað, sem er svo asskoti huggó. En við erum auðvitað alveg inní þessu bókmenntarugli í gegnum svo marga, allt morandi í þessu fólki í kringum mann :) Svo við Smerill fengum okkur bara meira rauðvín því það veitir ekki á gott að blanda saman rauðvíni og bjór. Það var bara fimmtudagur þó svo þetta hafi í rauninni verið svona extra föstudagur. Eftir gott spjall fórum við á tónleika. Byrjuðum í hiphopinu, sáum gömlu vini okkar í ONE, sem voru mjög góðir. Svo náðum við í endann á dagskránni í Hafnarhúsinu, þessum bjútífúl tónleikastað. Þetta hús er svo flott, kemst ekki yfir það með góðu móti. Þarna spilaði Four Tet massamikið elektró og það var mjög flott hjá honum, virkilega klár tónlistarmaður þar á ferð. Síðasti áfangastaður kvöldsins var svo Nasa. Það ætluðu greinilega allir að enda þar, biðum í röð góða stund. Sáum Ensími og ég fékk nostalgíukast. Þetta jaðrar við klassík. Eitthvað sem maður hlustaði á í 3.bekk í menntó.
Í kvöld verður meiri gleði en hápunkturinn er án alls efa annað kvöld. get ekki beðið!

Annars er það að frétta af vetrarelskandi hlutanum af mér að ljós hefur verið tendrað við enda þessara löngu vetrarganga sem framundan eru. Svo þessi vetur verður stuttur og ljúfur í mínum augum. Ég mun nefnilega taka forskot á sæluna í mars og flýja til Kanaríeyja og halda mig þar í þrjár vikur. Svo þegar ég stend í strætóskýli einhver staðar í vetur í hagléli mun ég hugsa til þess að innan tíðar verði ég á sólarströndu þegar aðrir híma heima í páskahretinu. Íslenskt, nei takk! segi ég bara, ég er alveg södd.

See ya!

fimmtudagur, október 21, 2004

Just what is it that makes today´s homes so appealing?


Þetta er verkið sem ég er að glima við þessa daga :Þarna er ég í sófanum og kallinn minn stendur þarna og biðlar til mín. Huggulegt. Við göngum aldrei í fötum, enda er það bara peningasóun. Við viljum bara hafa lífið einfalt. Hann fer í ræktina þrisvar á dag til að pumpa og borðar skinku þess inn á milli en ég borða bara gúrkur. Þær eru mjög lágar í kaloríum og eru auk þess vatnslosandi. Þess vegna er ég fekar slöpp svona alla jafna en Bettý, húshjálpin okkar, er afar dugleg og strýkur burt þetta helsta ryk virka daga.

Svona er lífið mitt. Er ég ekki heppin?

miðvikudagur, október 20, 2004

Klaufasel


Ég hef loksins valið mér ritgerðarefni í listasögunni og ætla að skrifa um Marcel Duchamp. hann var mjög svona, hvað skal segja, original...
En hér sjáið þið bréf sem han skrifaði til vinar síns þar sem hann segir honum frá því að það sé gata sem sé nefnd eftir honum í París og honum finnst það afar merkilegt.
Persónulega finnst mér að það eigi að vera til "Þórunnartröð" eða "Þórunnarstígur" í Reykjavík því Þórunn er gamalt og gott og gilt nafn, táknar hvorki meira né minna en "ástkona Þórs", og þar sem það er til Þórsgata þá ætti að vera til Þórunnarstígur. En það verður að vera einhvers staðar í miðbænum, ekki í Grafarholti!!!
Annars á að fara að byggja nýtt "sel" handan við götuna mína, mitt á milli Klyfjasels og Kögursels í stafrófinu og ég held að það verði skýrt "Krumpusel" eða "Krummasel" eða jafnvel "Kneyfarsel", sem passar ekki aðeins inn í þessa stafrófsröð heldur er merkningin jafn fáránleg. Kögur og krumpurm og kleyfar ; Fullkomið! Ef þið eruð með tillgöur að nafni fyrir nýju götuna mína þá verða VEGLEG verðlaun veitt : ÓKEYPIS skoðunarferð um Seljahverfið og innifalið er lítill rúntur um Fella(dóp)hverfið. Það er sko ekki fyrir hvern sem er...

mánudagur, október 18, 2004

ísöld

það hefur etv ekki farið framhjá þér lesandi góður að ísöld er skollin á. nú eru það lopanærföt fram í maí.

en ég ætla ekki að vera fúl útí það. reyndar upplifiði ég alveg glænýja tilfinningu í dag þegar ég leit útum gluggann á kofanum heima á fjalli og sá hvítu duluna breiða sig yfir áður grænar grundir ; gleði. mér fannst þetta frábært og spennandi. að klæða sig í turtleneck og kápu og vettlinga og stígvél og vera hlýtt þó það sé kalt. ég sem er þekkt fyrir að hata af öllum krafti hinn helvíska vetur sem ríkir alltaf- nema í júlí kannski- á íslandi hef nú breyst í vetrarelskanda. hlakka til jólanna og svona. kuldi er spennandi fyribæri og ég ætla að fá mér allskyns spennandi og smart vetrarfatnað og njóta þess að það sé frost á fróni. bara nokkuð huggó svona.

laugardagur, október 16, 2004

"Sæl krakkar, sé ykkur seinna..."

æ, sei sei, stundum hefur maður margt að segja en nennir ekki að segja frá því. skiluru hvað ég meina? já, svona er þetta stundum.

En hér í kommentunum er mögnuð getraun í gangi, í getraunahorni Jósefínu, og eru vegleg verðlaun í boði - just gisk away!!!

sunnudagur, október 10, 2004

airwaves kemur!!!


er búin að sjá airwaves dagskrána og vá hvað þetta lítur vel út. sé fram á að vera í góðu prógrami öll kvöldin, þetta hittir líka svona vel saman allt. reyndar er downside að Quarashi og Keane séu á sama tíma en ég verða að sjá bæði, veit ekki hvoru bandainu á að fórna, þó líklegast keane, Quarashi kemur aftur i guess. ég keypti passa á hátíðina f 2 vikum og nú eru tæpar tvær vikur í geimi - get ekki beðið.

annars reyndi ég að dansa við 80´s tónlist í nótt og hef uppgötvað að sú tónlist er fín til að dilla höfðinu með og humma en ég lamast þegar ég á að fara að dansa við þennan viðbjóð. eða viðbjóð og viðbjóð, ekki góðbjóð amk (?).

sjitt hvað mér leiðist í vinnunni. ekkert nema kínverjar sem tala enga ensku og horfa á mig tómeygðir þegar ég býð þeim gott kvöld. alla malla. er að vinna mig í gegnum tímaritarekkann. frétti m.a. í NOW að kerry og bryan (sem var í Westlife) séu hætt saman. sussu sussu só! nú dámar manni aldeilis. slúðurkunnátta breskra uppa og "celebs" er sem sagt fyklgikvilli þess að vinna í bókabúð. svo sem ágætis sjúkdómur sem kills time when time could be killing you.

guð minn eini, hér kom líka maður með skegg sem náði upp að augum!!! er þetta hægt spyr ég bara?hann hlýtur að vera í heimsmetabókinni þessi! jiminn...hann er eins og þvottabjörn. alltaf lærir maður eitthvað nýtt. en að raka þetta ekki af. gott að vera stoltur heimsmetshafi í skegvexti á undalegum stöðum...
takk fyrir í kvöld, ciao.

laugardagur, október 09, 2004

DJ marsil

já já, og það er góður laugardagur

mig langar að vera DJ. það er bara eitt það flottasta og skemmtilegasta sem hægt er að gera held ég. ef einhver vill leyfa mér að spila þá er ég til í að reyna þetta. hef verið að setja saman góðan lista um nokkurn tíma, veit svo algjörlega hvaða lög ég vil heyra!! birti það etv hér þear ég hef fullunnið hann. bara töff stöff. ég er reyndar þegar komin með 2 djobb, annars vegar í afmæli Perlunnar í nóvember og hins vegar í innflkutningspartýi Hákonnar (þessi tvö n eiga að vera þarna, nú heitir Hákon "Hákonn" en ekki bara Hákon hehehe....) þannig að DJ marsil mun senn hefja störf og trylla lýðnn alls staðar sem hún kemur. ætla að byjra á að vera svona "excuse-of-a-DJ" sem notar geilsadiska en í framtíðinni langar mig í svona DJ skóla. Fæ mér alvöru græjur og skratsa frá mér allt vit. *dreym* bara æði.

hafið samband ef þið viljið fá demo frá mér.

en ég fór aðeins í bæinn í nótt eftir hið settlega rauðvíns og ostakvöld les femmes fatales sem ég hostaði. það var bara enginn í bænum og það var bara fínt því það var mjög gott að sitja uppi á Prikinu þar sem við Perla sátum, sötruðum meira rauðvín og töluðum saman. alltaf hægt að tala. dönsuðum líka smá en svo klikkaði eitthvað í kerfinu og það var ekki hægt að spila tónlist um stund svo við fórum bara út, ætluðum svona að kíkja á þessa helstu staði, sem við og gerðum en þar var alveg ömurlegt og glatað. glataðasta pleisið var samt án efa kaffibarinn með sitt vip og vangefið leiðinlega tónlist - og fólk. sjitt. fólkið sem fer þarna er bara of súrt í hausnum til að greina góða tóna frá slæmum og dansar með svona lokuð augun og baðandi út öngum við hvaða skít sem er. viðbjóðslega pakk. og helvítis vibba vip röðin, dont ge me started!! þetta er bara of sorglegt til að það taki því að ræða það. það er sem betur fer enginn sem neyðir mig að til að fara þarna og ég ætla bara að sleppa því framvegis.

ætla að far að gera eitthvað. hlakka til kvöldsins en þá mun hin dásamlega Barabara hafa smá gilli og ég ætla að vera rosa glöð í kvöld!ciao!

miðvikudagur, október 06, 2004

Marsil

Eins og flestir vita er ég marsil en þetta er líka marsil :merkilegt.

þriðjudagur, október 05, 2004

What a wind

Fólkið sem var að taka strætó í Mjóddinni eins & ég í gær, jafnt þeir krypplóttu með 3 augu í enninu sem litlu baranskrímsliní ÍR-peysunum, hlupu í vindinum sem feykti öllum sem hann best mátti í dag. Ég gekk meira segja alla leið frá Laugarnesinu niðrí bæ á þessum mikla vindasama degi af öllum dögum & það var heilmikil svaðilför. Það var eignilega eins & vindurinn væri lifandi.
Helgin er búin. En mér er alveg sama því ég stilli bara Bollywood-funk tónlistina mína í botn & syng með : mendidja vaní, bjarí va kúrídí, hangu-hangu bi si matsi í barassí, gucci go banali, me he búhong...aaaaa....etc. Mjög skemmtilegt.
Er sem sagt með algjört æði fyrir þessum disk núna. Elska sérstaklega lag nr. 15, fyrir þá sem vita hvaða lag það er.
Annars eru þessir dagar miklir nýju-músíks-dagar því ég fékk að láni bæði Blonde redhead ("Misery is a butterfly" sem er snilld), Best of pixies (skyldueign) & loks þrefaldan Edith Piaf disk. Um daginn gaf Erla mér einnig aftrit af Muse ("Absolution") & ég elska lag nr. 3 sm ég veit ekki hvað heitir. En ég tryllist alveg þegar ég hlusta á það ("I won´t let u bury it, I won´t let u smother it...etc." þið vitið). & þetta er ekki búið því ég álpaðist inní Skífuna í dag með Jennýju & ég keypti þrjá diska á útsölu - alltaf að græða!Keypti Keane, sem ég ætla að sjá á Airwaves (búin að kaupa passann & get ekki beðið!), fyrsta diskinn með Maus & svo Rokkland 2003. Er afar ánægð með þetta & ég er svei mér þá bara að drukkna í tónum. A good way to go.
En það er margt um listina & í gær fór ég í leikhús með Perlunni, í annað skipti á sl. 2 vikum, & sá Rómeó&Júlíu. Góð sýning eins & allir vita en mér fannst eitthvað vanta á kraftinn í sýningunni. & reyndar líka bara slöpp stemmning hjá áhorfendum. Góður leikur samt & gaman að sjá Shakespeare teygðan & togaðan aðeins. Okkur Perlu fannst Björn Hlynur sem Merkútíó án efa langbestur & flottastur. Maður sýningarinnar. Bjútífúl.
En annars átti Bergurinn, Mr. Berger, afmæli í fyrradag, sitt 21. - til hamingju aftur með það.
& þá er ekki fleira í Kastljósinu í kvöld, sæl að sinni.

föstudagur, október 01, 2004

Oktoberfest

Svo lítur út fyrir að trylltasta og skemmtilegasta skemmtun sögunnar verði ca. 75% stærri á alla kanta í ár en hún var í fyrra svo ég mæli ekki með fyrir nokkurn mann að missa af þessu festi - be there or be...triangle! ☺

Annars er menningarsnobbið í mér alveg að taka yfir. Er alltaf að ganga lengra og lengra inn í heim menningarhálfvitanna og hef nú fjárfest í miða á Rómeó&Júlíu. Pantaði miða í gær kl 11 og svo sá ég í blaðinu í morgun að það er uppselt. Score.

Annars settum við "Barbara", aka "Jenny from the Block", met í að vera í Kringlunni í gær - vorum í 4 klst! Reyndar var hún í 4 en ég í 3 en það er alveg nógu langt. Nú er búið að taka út vöruúrval staðarins. Vorum teknar á löpp af manni sem heitir Leon og mér fannst hafa góða og fallega húð. Hann var annars sölumaður dauðans frá KB-banka svo þetta var svona virtual daður sem við lentum í. En ignorance is bliss. Og þetta er nú allt í léttu gríni.

Svo hefur eitt atriði vafist aðeins fyrir mér og það er að láta fólk sem ég þekki vita að ég sé komin með nýtt símanúmer. Þið sem sagt breytið fyrri helmingnum í 820 og þá ætti ekki að vera vandkvæðum bundið að hringja í mig og spjalla, biðja mig um reikningsnúmerið svo þið getið langt inn á mig pening eða bjóða mér með í ferð til útlanda. Lngt síðan ég skrapp til Frakklands síðast, hvort það var ekki bara í fyrra lífi. Svo finnst mér gott að fara út að borða, sérstaklega á Apótekinu. NOT.
Anyway, ciao for now, sjáumst í hvíta tjaldinu fyrir framan Háskólann í kvöld, ég verð með rauða rós í hárinu. Leyniorðið er "marsil?".