þriðjudagur, júní 13, 2006

Hiti, sviti, þorsti, rænuleysi...


Eftir fríhelgi er ég sest við lestur á ný. Skemmti mér (þetta er skirfað í fullkominni íróníu!) hér yfir hinum stórfenglega og ótrúlega smekk Mme de Pompadour, Mme du Barry og Marie-Antoinette fyrir alls kyns óþarfa postulínshlutum og ljósakrónum. Jájá, það er víst alltaf eitthvað sem maður ekki fílar inn á milli.

Helgin var mjög góð. Innihélt pikk-nikk á Champ de Mars (loksins!), smá fótbolta, pub-crawling eða Barathon (skemmtilegur fanskur orðaleikur: Marathon + bar á thon, => barathon), kvöddum m.a. Pop In, á laud. og svo Monet og nymphéurnar, kebab og Signubakkasólbað á sunnud.

Það er annars trópísk stemmning hérna í París núna, eiginlega of exóstískt fyrir minn smekk, þar sem það er erfitt að anda, erfitt að sofa, erfitt að þurfa að drekka svona mikið af vökva, erfitt að fá sér kaffi því það þarf að frysta það í klukkutíma áður en það er drykkjarhæft, ómögulegt að sitja og lesa einbeittur og ansi sveitt að vera úti að hakkast undir sólinni sem gjörsamlega er að springa af ljósi og hita...Algjör hitabyljga sem ég og mitt bleika skinn eigum erfitt með í of miklu magni.

Í gær var ég harassed af einhverjum gaur (litarháttur ekki tekinn fram) sem kom og rassskellti mig er ég var á gangi hjá Bastillunni. Sauð ansi á mér, kallaði nokkur vel valin blótsyrði að honum á frönsku. Allt að verða vitlaust í þessum hita!

Frelsi á morgun. Þá hefur mér opinberlega tekist að lifa af (7-9-13) einn námsvetur sem Erasmus í Sorbonne. Djös mass.

Í kvöld er svo það France-Suisse í Coup du monde. Spái jafntefli, etv 1-1 eða bara 0-0. En samt, vonum - allez les bleus!

mánudagur, júní 05, 2006

...og mánudagur til lærdóms...

Edmundur Rostungsson hinn fjórtándi er undirlagður af próflestri og ekki laust við að íbúar hans taki nokkur stunumóment á dag til að losa um hans þjakandi áhrif.

Á morgun verða svo 40% prófa minna mössuð, upprúlluð í bleki og pappír, takk fyrir.

Eftir prófið ætla ég að fá mér stóran frappuccino. Kannski líka kir. Ætti svei mér að taka upp seinna nafnið Kir og bæta við það -e í endann, Kire, borið fram "Kíru" á la francaise! How can you not lurrrv it?! Þangað til drekk ég hiofurávanabindandi græna gunpowder te með myntu (bolli nr.4 í dag). Lurrrva það líka.

Uss! Ekkert rugl, meiri fróðleik í hausinn áður en ég fer að lúlla.

laugardagur, júní 03, 2006

Laugardagur til lærdóms

Það er laugardagskvöld og mikil stemmning á Champ de Mars - hálf París er að pikk-nikkera þar í aften. Ég fór í jogg og á meðan ég brokkaði upp og niður stígana horfði ég á veisluhöldin og hugsaði um hve mikið mig langaði í kir og alls kyns óhollustu sem er hrikalegt antíklæmax að hugsa um þegar maður er að jogga og nota lungun á góðan hátt. Uss og svei bara. En svo fór ég bara heim að læra...enda ekki um annað að ræða. Við Jean Tinguely erum að kynnast betur akkúrat þessa stundina. Ekki svo slæmt. Best að vera ekkert að kvarta. Oj, pikk-nikk! Hata það!!! *hóst*

fimmtudagur, júní 01, 2006

  Posted by Picasa

sunnudagur, maí 28, 2006

Þetta er of mikið

Ég veit ekki hvort nokkur heyrir í mér þarna úti lengur, en hér kemur eitthvað sem ég einfaldlega verð að reyna að hleypa út á einhvern hátt, þetta er of mikið...Það er víst staðreynd, en ég bara trúi því ekki um leið og ég svo óþægilega trúi því skyndilega, að þessi París er að verða búin. Ég hef ekki verið fullkomlega meðvituð um það, ekki fengið panikkköstin (nýtt orð!? með þrekur káum!!!) en vitað af annarra panikkköstum og vitað að þau myndu koma en verið í einhvers konar "það er svo langt þangað til ég fer" pakka og etv verið í afneitun líka, en svo þegar við vorum öll að fara af Mattanum í kvöld og ég sá Anne með tárin í augunum skall þetta á mér af þvílíkum krafti...og ég næ ekki andanum...
Ég vil ekki fara, samt vil ég fara heim því það er hresst líka, samt vil ég ekki fara, en það eru allir að fara og þetta, akkúrat þessi París er búin...and it breaks my f*****g heart.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Fini.

fimmtudagur, janúar 19, 2006Eitt próf búið og 3 eftir...

Við Tamara villtumst svo inn í Gap eftir prófið og þar fann ég toppinn sem mig langaði svo mikið í fyrir jól nema hann var á 70% afslætti! Ég stóðst ekki mátið enda engin ástæða til. Er den ikke smúk!

Þetta er ein margra gulróta sem teyma mig áfram í þessum próflestri. Þangað til klæðist ég fáu öðru en föðurlandinu mínu frá toppi til táar og hakka mig í gegnum námsefnið eins og göltur.

Þessi hugleiðing um gelti fær mig til að hugsa um hana Millý mína að borða gras í garði nágrannans á sumrin. Æ, það er svo fögur og fyndin sjón...*dreym*